Viðskipti innlent

Vonar að bókin verði kennslugagn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar hefur skrifað bók um fjármál fyrir ungt fólk.
Gunnar hefur skrifað bók um fjármál fyrir ungt fólk. Fréttablaðið/Daníel
„Von mín var að hún gæti orðið kennslubók og gæti nýst þannig. Og ég held að það sé mikil þörf fyrir bók með þessu efni,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. 

Gunnar hefur skrifað bókina Lífið er framundan. Þar eru leiðbeiningar í fjármálum fyrir ungt fólk sem er að byrja að búa og vinna. Gunnar væntir þess að bókin verði þá kennd í efstu bekkjum framhaldsskóla og fyrstu bekkjum háskólanáms.

„Ég hugsa hana fyrir þá sem eru að byrja í framtíðarstarfi og byrja að búa og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Með því hugarfari skrifa ég hana en hún á erindi til allra aldurshópa,“ segir Gunnar. Hann segir að viðtökurnar hafi verið ágætar. Hann hafi fengið góðar viðtökur frá þeim sem hafa skoðað hana og lesið.

Í bókinni er fjallað um hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingar ráða sig í framtíðarstarf. Hverju þarf að huga að áður en ungt fólk byrjar að búa, hvernig eigi að byggja upp eignir og sparnað, hve mikið megi skulda og hverju þurfi að huga að varðandi lántöku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×