BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 13:58 Henry Wolf og hið ætlaða standpínumótorhjól hans. BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010. Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði. Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun. Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara. Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010. Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði. Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun. Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara. Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent