Vilja virkja ósnortna náttúruperlu Svavar Hávarðsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Svartá á upptök sín í Svartárvatni, í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli, og rennur um 16 kílómetra leið þar til hún fellur í Skjálfandafljót skammt neðan við Bjarnastaði stutt þaðan sem tólf metra hátt stöðvarhús á að rísa. Miðja vegu sameinast hún Suðurá, sem sprettur fram undan Ódáðahrauni, töluvert innan við Svartárvatn, við jaðar hálendisins. mynd/JAÞ Hópur náttúruunnenda lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri virkjun í Svartá í Bárðardal á vegum félagsins SSB orku ehf. Virkjunin mun hafa mikil áhrif á ósnortið umhverfi og lífríki Svartár, auk þess sem framkvæmdin teygir sig alla leið inn á friðlýst svæði Laxárdals í Suður-Þingeyjarsýslu. Stærð virkjunarinnar liggur rétt innan þeirra marka sem skylda framkvæmdir til að fá umfjöllun innan rammaáætlunar. Vekur tortryggniÞeir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson tónlistarmaður, Sigbjörn Kjartansson arkitekt og Baldur Sigurðsson dósent, sem eiga það sammerkt að hafa veitt á stöng í Svartá um árabil, sendu frá sér greinargerð um virkjunaráform í Bárðardal nýlega. Þeir tiltelja að áformin hafi fengið hverfandi athygli þótt full ástæða sé til hins gagnstæða. Virkjunin nái ekki athygli þar sem deilur um framkvæmdir og áhrif þeirra á umhverfið takmarkist við stærri virkjunaráform. Hins vegar veki núverandi áætlanir, eins og þær liggja fyrir í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og deiliskipulagi, áhyggjur og ekki síður tortryggni fyrir margra hluta sakir. Fyrst af öllu benda þremenningarnir á að uppsett afl virkjunarinnar er 9,8 megavött, eða rétt undir þeim mörkum sem kveða á um umhverfismatskyldu og umfjöllun í verndar- og orkunýtingaráætlun – rammaáætlun, þrátt fyrir að vatnsfallið Svartá leyfi frekari vinnslu enda telja þeir þess stutt að bíða eftir að virkjun rís að reynt verði að knýja meiri orku úr vélum virkjunarinnar. Í kynningarferli virkjunarinnar sem hófst í september hafa skýrslur, og þar á meðal skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif á lífríkið, ekki legið frammi. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að skýrslunni var hafnað fyrir orð verkkaupandans SSB Orku. Heilt yfir telja þremenningarnir að í framkomnum tillögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sveitarfélagsins sé mun minna gert úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar en efni standa til – og vitna þar til vinnu verkfræðistofunnar Verkís um tillögur um breytingar á aðalskipulagi og að nýju deiliskipulagi þar sem fjallað er stuttlega um umhverfisþætti framkvæmdarinnar. Þeirri vinnu verkfræðistofunnar telja þeir vart mark á takandi „enda er verkfræðistofan Verkís sjálf hönnuður mannvirkja, búnaðar og á öflun leyfa og hefur því mikilla sérhagsmuna að gæta, ekki síður en SSB Orka ehf.,“ segir í greinargerðinni. Áhrifin óveruleg/óbætanlegt tjónÍ umhverfismati áætlana sem Verkís vann fyrir sveitarfélagið segir að fyrirhuguð breyting sé „ekki talin hafa veruleg áhrif á metna umhverfisþætti með tilliti til sveitarfélagsins sem heildar“, og því er ekki gert ráð fyrir sérstakri vöktun umhverfisþátta umfram venjubundið eftirlit á framkvæmda- og rekstrartíma. Þetta sjá þremenningarnir með öðrum hætti en Verkís: „Í annars hrjóstrugu umhverfi einkennist nærumhverfi Svartár af gróskumiklum hálendisgróðri, skordýralíf er mikið og fuglalíf fjölskrúðugt. Í ánni er urriði og bleikja en allt dýralíf á þessum slóðum er viðkvæmt. Þessi sannkallaða hálendisvin mun bera óafturkræft og óbætanlegt tjón af fyrirhuguðum framkvæmdum. Svartá verður tekin að mestu leyti úr farvegi sínum á rúmlega þriggja kílómetra kafla, nánast þurrkuð upp. Búsvæði skordýra, fiska og fugla og munu skerðast, sem hefur verulega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra. Umtalsvert votlendi á virkjunarsvæðinu ásamt grónum eyjum og hólmum mun hverfa. Svartárgil með strengjum og flúðum verður ekki svipur hjá sjón.“ Höfum hana aðeins minniSú staðreynd að virkjunin er rétt undir viðmiðun laga um umfjöllun í rammaáætlun beinir sjónum að umhverfisáhrifum smærri virkjana. Verkefnisstjórn rammaáætlunar vinnur þessa dagana að greiningu á því hvort smærri vatnsaflsvirkjanir sem framleiða minna en 10 megavött (MW) skuli falla undir rammaáætlun – eins og gert er ráð fyrir í skipunarbréfi verkefnastjórnarinnar. Samkvæmt lögunum um rammaáætlun taka þau til landsvæða og virkjunarkosta sem hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira. Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að þessum lögum kemur fram að þessi stærðarmörk taki mið af stærðarmörkum 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Þar segir að þegar um sé að ræða minni vatnsorkuver [uppsett rafafl 200 kW eða meira] skuli það metið í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort framkvæmdin sé háð mati og er það á hendi Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun þar um. Stærðarmörk upp á 10 MW koma líka við sögu í raforkulögum. Þar kemur fram að virkjanir sem eru 10 MW eða stærri skuli tengjast flutningskerfinu beint en minni virkjunum sé heimilt að tengjast því um dreifiveitu. Þetta getur, ásamt rammalögunum falið í sér hvatningu til að hanna virkjanir sem eru lítið eitt minni en 10 MW, eru viðmælendur Fréttablaðsins sammála um. Áhyggjur af smávirkjunumÍ úttekt Veiðimálastofnunar á áhrifum smávirkjana á lífríki er lýst áhyggjum af áhrifum smávirkjana, enda áhrif þeirra á lífríkið umtalsverð og nauðsynlegt að bæta alla umgjörð þegar slíkar virkjanir eru byggðar. Þessi skýrsla er eitt af vinnugögnum verkefnisstjórnar rammaáætlunar, en Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir það út af fyrir sig eðlilegt að stærðarmörk í rammalögunum rími við stærðarmörk í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Jafnframt sé þó líka eðlilegt að þessi stærðarmörk séu rædd og endurskoðuð ef ástæða þykir til. Stefán telur niðurstöður Veiðimálastofnunar óneitanlega hvetja til frekari skoðunar á þessum málum. „Þá er m.a. spurning hvort nauðsynlegt sé að breyta stærðarmörkunum í rammalögunum eða hvort aðrir gildandi stjórnsýsluferlar nægi,“ segir Stefán. Orkustofnun er þessu hjartanlega ósammála. Eftir að skýrsla Veiðimálastofnunar kom út sendi stofnunin frá sér sérstaka tilkynningu þar sem sagði að gildandi regluverk sé fullnægjandi til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á ferskvatnsfiska og lífríki þeirra. Orkustofnun segir að frá 2008 hafi þurft leyfi Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuver, nema það sé undir 1 MW til einkanota. Þá sé óheimilt, nema að fengnu leyfi Orkustofnunar eða Fiskistofu, að breyta vatnsfarvegi með mannvirkjum, þ.m.t. stíflum, vegna virkjana. Af tilvísun í skýrslu Veiðimálastofnunar í gögnum Verkís vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sem ekki fæst aðgangur að, má ráða að veiði leggist nánast af á áhrifasvæði virkjunarinnar enda Svartá svo gott sem þurrkuð upp á 3,1 kílómetra kafla, en sjálfbærar veiðar, þar sem skylt er að sleppa öllum urriða og bleikju, hafa verið stundaðar í Svartá í áratugi. Þar segir: „Veiði ofan Ullarfoss verður ekki fyrir áhrifum af framkvæmdum skv. rannsókn Veiðimálastofnunar (2015), en þar aflaðist 41% urriðaveiðinnar á árunum 2009-2014. Öll veiði neðan Ullarfoss mun verða fyrir áhrifum, en þar leggjast til 59% af veiðinni. […]Staðsetning inntaksstíflu hefur áhrif ef það verður ófiskgengt framhjá henni og þá munu veiðinytjar ofan inntaksstíflu eingöngu byggjast á fiskframleiðslu ofan hennar eftir virkjun. Áhrif á umhverfisþáttinn útivist og tómstundir eru því talin nokkuð neikvæð.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Hópur náttúruunnenda lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri virkjun í Svartá í Bárðardal á vegum félagsins SSB orku ehf. Virkjunin mun hafa mikil áhrif á ósnortið umhverfi og lífríki Svartár, auk þess sem framkvæmdin teygir sig alla leið inn á friðlýst svæði Laxárdals í Suður-Þingeyjarsýslu. Stærð virkjunarinnar liggur rétt innan þeirra marka sem skylda framkvæmdir til að fá umfjöllun innan rammaáætlunar. Vekur tortryggniÞeir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson tónlistarmaður, Sigbjörn Kjartansson arkitekt og Baldur Sigurðsson dósent, sem eiga það sammerkt að hafa veitt á stöng í Svartá um árabil, sendu frá sér greinargerð um virkjunaráform í Bárðardal nýlega. Þeir tiltelja að áformin hafi fengið hverfandi athygli þótt full ástæða sé til hins gagnstæða. Virkjunin nái ekki athygli þar sem deilur um framkvæmdir og áhrif þeirra á umhverfið takmarkist við stærri virkjunaráform. Hins vegar veki núverandi áætlanir, eins og þær liggja fyrir í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og deiliskipulagi, áhyggjur og ekki síður tortryggni fyrir margra hluta sakir. Fyrst af öllu benda þremenningarnir á að uppsett afl virkjunarinnar er 9,8 megavött, eða rétt undir þeim mörkum sem kveða á um umhverfismatskyldu og umfjöllun í verndar- og orkunýtingaráætlun – rammaáætlun, þrátt fyrir að vatnsfallið Svartá leyfi frekari vinnslu enda telja þeir þess stutt að bíða eftir að virkjun rís að reynt verði að knýja meiri orku úr vélum virkjunarinnar. Í kynningarferli virkjunarinnar sem hófst í september hafa skýrslur, og þar á meðal skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif á lífríkið, ekki legið frammi. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að skýrslunni var hafnað fyrir orð verkkaupandans SSB Orku. Heilt yfir telja þremenningarnir að í framkomnum tillögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sveitarfélagsins sé mun minna gert úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar en efni standa til – og vitna þar til vinnu verkfræðistofunnar Verkís um tillögur um breytingar á aðalskipulagi og að nýju deiliskipulagi þar sem fjallað er stuttlega um umhverfisþætti framkvæmdarinnar. Þeirri vinnu verkfræðistofunnar telja þeir vart mark á takandi „enda er verkfræðistofan Verkís sjálf hönnuður mannvirkja, búnaðar og á öflun leyfa og hefur því mikilla sérhagsmuna að gæta, ekki síður en SSB Orka ehf.,“ segir í greinargerðinni. Áhrifin óveruleg/óbætanlegt tjónÍ umhverfismati áætlana sem Verkís vann fyrir sveitarfélagið segir að fyrirhuguð breyting sé „ekki talin hafa veruleg áhrif á metna umhverfisþætti með tilliti til sveitarfélagsins sem heildar“, og því er ekki gert ráð fyrir sérstakri vöktun umhverfisþátta umfram venjubundið eftirlit á framkvæmda- og rekstrartíma. Þetta sjá þremenningarnir með öðrum hætti en Verkís: „Í annars hrjóstrugu umhverfi einkennist nærumhverfi Svartár af gróskumiklum hálendisgróðri, skordýralíf er mikið og fuglalíf fjölskrúðugt. Í ánni er urriði og bleikja en allt dýralíf á þessum slóðum er viðkvæmt. Þessi sannkallaða hálendisvin mun bera óafturkræft og óbætanlegt tjón af fyrirhuguðum framkvæmdum. Svartá verður tekin að mestu leyti úr farvegi sínum á rúmlega þriggja kílómetra kafla, nánast þurrkuð upp. Búsvæði skordýra, fiska og fugla og munu skerðast, sem hefur verulega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra. Umtalsvert votlendi á virkjunarsvæðinu ásamt grónum eyjum og hólmum mun hverfa. Svartárgil með strengjum og flúðum verður ekki svipur hjá sjón.“ Höfum hana aðeins minniSú staðreynd að virkjunin er rétt undir viðmiðun laga um umfjöllun í rammaáætlun beinir sjónum að umhverfisáhrifum smærri virkjana. Verkefnisstjórn rammaáætlunar vinnur þessa dagana að greiningu á því hvort smærri vatnsaflsvirkjanir sem framleiða minna en 10 megavött (MW) skuli falla undir rammaáætlun – eins og gert er ráð fyrir í skipunarbréfi verkefnastjórnarinnar. Samkvæmt lögunum um rammaáætlun taka þau til landsvæða og virkjunarkosta sem hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira. Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að þessum lögum kemur fram að þessi stærðarmörk taki mið af stærðarmörkum 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Þar segir að þegar um sé að ræða minni vatnsorkuver [uppsett rafafl 200 kW eða meira] skuli það metið í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort framkvæmdin sé háð mati og er það á hendi Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun þar um. Stærðarmörk upp á 10 MW koma líka við sögu í raforkulögum. Þar kemur fram að virkjanir sem eru 10 MW eða stærri skuli tengjast flutningskerfinu beint en minni virkjunum sé heimilt að tengjast því um dreifiveitu. Þetta getur, ásamt rammalögunum falið í sér hvatningu til að hanna virkjanir sem eru lítið eitt minni en 10 MW, eru viðmælendur Fréttablaðsins sammála um. Áhyggjur af smávirkjunumÍ úttekt Veiðimálastofnunar á áhrifum smávirkjana á lífríki er lýst áhyggjum af áhrifum smávirkjana, enda áhrif þeirra á lífríkið umtalsverð og nauðsynlegt að bæta alla umgjörð þegar slíkar virkjanir eru byggðar. Þessi skýrsla er eitt af vinnugögnum verkefnisstjórnar rammaáætlunar, en Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir það út af fyrir sig eðlilegt að stærðarmörk í rammalögunum rími við stærðarmörk í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Jafnframt sé þó líka eðlilegt að þessi stærðarmörk séu rædd og endurskoðuð ef ástæða þykir til. Stefán telur niðurstöður Veiðimálastofnunar óneitanlega hvetja til frekari skoðunar á þessum málum. „Þá er m.a. spurning hvort nauðsynlegt sé að breyta stærðarmörkunum í rammalögunum eða hvort aðrir gildandi stjórnsýsluferlar nægi,“ segir Stefán. Orkustofnun er þessu hjartanlega ósammála. Eftir að skýrsla Veiðimálastofnunar kom út sendi stofnunin frá sér sérstaka tilkynningu þar sem sagði að gildandi regluverk sé fullnægjandi til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á ferskvatnsfiska og lífríki þeirra. Orkustofnun segir að frá 2008 hafi þurft leyfi Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuver, nema það sé undir 1 MW til einkanota. Þá sé óheimilt, nema að fengnu leyfi Orkustofnunar eða Fiskistofu, að breyta vatnsfarvegi með mannvirkjum, þ.m.t. stíflum, vegna virkjana. Af tilvísun í skýrslu Veiðimálastofnunar í gögnum Verkís vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sem ekki fæst aðgangur að, má ráða að veiði leggist nánast af á áhrifasvæði virkjunarinnar enda Svartá svo gott sem þurrkuð upp á 3,1 kílómetra kafla, en sjálfbærar veiðar, þar sem skylt er að sleppa öllum urriða og bleikju, hafa verið stundaðar í Svartá í áratugi. Þar segir: „Veiði ofan Ullarfoss verður ekki fyrir áhrifum af framkvæmdum skv. rannsókn Veiðimálastofnunar (2015), en þar aflaðist 41% urriðaveiðinnar á árunum 2009-2014. Öll veiði neðan Ullarfoss mun verða fyrir áhrifum, en þar leggjast til 59% af veiðinni. […]Staðsetning inntaksstíflu hefur áhrif ef það verður ófiskgengt framhjá henni og þá munu veiðinytjar ofan inntaksstíflu eingöngu byggjast á fiskframleiðslu ofan hennar eftir virkjun. Áhrif á umhverfisþáttinn útivist og tómstundir eru því talin nokkuð neikvæð.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira