Volkswagen söluhæsta bílamerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 16:13 Volkswagen Golf er mest seldi bíll á Íslandi. Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent