Tónleikaferðalög oft í mínus fyrstu tvö til fjögur árin Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 16:53 María Rut Reynisdóttir er umboðsmaður Ásgeirs Trausta. Aðsend mynd Tónleikaferðalög eru ekkert endilega að gefa vel af sér fyrstu árin, þar sem þau eru mjög kostnaðarsöm. „Mér finnst því oft mikil einföldun að segja að nú verði hljómsveitir bara að túra til að fá einhverja peninga inn, því það gerist ekkert nema mikil eftirspurn sé til staðar frá tónleikahöldurum og aðdáendum og án þó nokkurrar fórnar fyrst um sinn,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og dj. flugvélar og geimskips. „Það er allt gott og blessað og gengur vel þegar þú ert kominn á ákveðinn stað og getur spilað á mjög stórum tónleikum, þá fer þetta kannski að gefa vel í aðra hönd,“ segir María. Fram að því getur hins vegar tekið mörg ár að koma sér yfir núllið vegna tónleikaferðalaga. „Í flestum tilfellum eru hljómsveitir að tapa á tónleikaferðum fyrstu árin og því skiptir gott „tour support“ frá útgáfufyrirtæki máli,“ segir María. Hún bendir á að þetta haldist allt í hendur: „Með minnkandi plötusölu og meiri erfiðleikum á þeim markaði eiga útgáfufyrirtæki erfiðara uppdráttar og gera því „verri“ samninga við hljómsveitir.Kostnaðurinn við túrinn miklu hærri en tekjurÞað segir sig sjálft að það er mjög dýrt fyrir til dæmis fimm manna hljómsveit að fara um allan heim til að fylgja eftir plötu. Gisting, ferðalög og að borga „crewinu“ laun, er kostnaðarsamt,“ segir María. „Í upphafi þegar þú ert að spila á litlum tónleikum er kostnaðurinn samt sem áður mikill. Þetta helst engan veginn í hendur, kostnaðurinn við túrinn er miklu hærri en tekjurnar af tónleikahaldi og þá ertu háður þessu „tour support“ frá útgáfufyrirtækinu.“ Þegar hljómsveitir gera samning við erlent plötufyrirtæki fá þær ákveðna upphæð í „tour support“. Plötufyrirtækin hafa verið að lækka það með verri afkomu. „Ég veit um mörg dæmi þess að hljómsveitir eru í mörg ár að koma sér upp fyrir núllið á tónleikaferðum,“ segir María en bendir jafnframt á að samsetning hljómsveitar skipti máli í því samhengi, þeim mun minna teymi, þeim mun ódýrara sé ferðalagið.Aukin kostnaður með stærri tónleikastöðumÞað að verða stærra nafn skili ekki endilega meiri hagnaði þar sem meiri kostnaður fylgi í kjölfarið. Þá stækki tónleikastaðirnir og þá sé þörf á fleiri græjum, og starfsmönnum til dæmis. „Fyrstu árin ertu yfirleitt í mínus á heildina litið eftir túra. Það getur tekið tvö til fjögur ár að komast yfir núllið, jafnvel þó plötusala hafi gengið vel í byrjun," segir María. „Þetta getur þó breyst mjög hratt með eftirspurn og meiri velgengni. Þegar þú ert kominn á ákveðið level af velgengni geta tónleikaferðalögin alveg gefið af sér, þá ertu farinn að spila á töluvert stærri tónleikum og farinn að fá há tilboð.“ Aðrir tekjuliðir sem skipta máli er sala á tónlist í kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og svo framvegis. „Hljómsveit þarf þó að vera komin á ákveðinn stað til að fá mikið greitt fyrir slíka sölu því oft er gamla trixið notað – þetta sé svo frábær kynning fyrir listamanninn,“ segir María. „Sala á varningi er líka tekjuhlið en það fer svolítið eftir hljómsveitum og samsetningu aðdáendahópsins hversu vel hljómsveitum gengur á þeim velli. Sumar hljómsveitir eiga mun auðveldara með það, til dæmis er mikil hefð fyrir varningi innan þungarokks. Svo kemur það aftur inn á hversu stórar hljómsveitir eru orðnar, þeim mun stærri sem þú ert þeim mun meira geturðu lagt í varninginn þinn og boðið upp á vandað og skemmtilegt úrval sem aðdáendur vilja kaupa,“ segir María. Tengdar fréttir Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Tónleikaferðalög eru ekkert endilega að gefa vel af sér fyrstu árin, þar sem þau eru mjög kostnaðarsöm. „Mér finnst því oft mikil einföldun að segja að nú verði hljómsveitir bara að túra til að fá einhverja peninga inn, því það gerist ekkert nema mikil eftirspurn sé til staðar frá tónleikahöldurum og aðdáendum og án þó nokkurrar fórnar fyrst um sinn,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og dj. flugvélar og geimskips. „Það er allt gott og blessað og gengur vel þegar þú ert kominn á ákveðinn stað og getur spilað á mjög stórum tónleikum, þá fer þetta kannski að gefa vel í aðra hönd,“ segir María. Fram að því getur hins vegar tekið mörg ár að koma sér yfir núllið vegna tónleikaferðalaga. „Í flestum tilfellum eru hljómsveitir að tapa á tónleikaferðum fyrstu árin og því skiptir gott „tour support“ frá útgáfufyrirtæki máli,“ segir María. Hún bendir á að þetta haldist allt í hendur: „Með minnkandi plötusölu og meiri erfiðleikum á þeim markaði eiga útgáfufyrirtæki erfiðara uppdráttar og gera því „verri“ samninga við hljómsveitir.Kostnaðurinn við túrinn miklu hærri en tekjurÞað segir sig sjálft að það er mjög dýrt fyrir til dæmis fimm manna hljómsveit að fara um allan heim til að fylgja eftir plötu. Gisting, ferðalög og að borga „crewinu“ laun, er kostnaðarsamt,“ segir María. „Í upphafi þegar þú ert að spila á litlum tónleikum er kostnaðurinn samt sem áður mikill. Þetta helst engan veginn í hendur, kostnaðurinn við túrinn er miklu hærri en tekjurnar af tónleikahaldi og þá ertu háður þessu „tour support“ frá útgáfufyrirtækinu.“ Þegar hljómsveitir gera samning við erlent plötufyrirtæki fá þær ákveðna upphæð í „tour support“. Plötufyrirtækin hafa verið að lækka það með verri afkomu. „Ég veit um mörg dæmi þess að hljómsveitir eru í mörg ár að koma sér upp fyrir núllið á tónleikaferðum,“ segir María en bendir jafnframt á að samsetning hljómsveitar skipti máli í því samhengi, þeim mun minna teymi, þeim mun ódýrara sé ferðalagið.Aukin kostnaður með stærri tónleikastöðumÞað að verða stærra nafn skili ekki endilega meiri hagnaði þar sem meiri kostnaður fylgi í kjölfarið. Þá stækki tónleikastaðirnir og þá sé þörf á fleiri græjum, og starfsmönnum til dæmis. „Fyrstu árin ertu yfirleitt í mínus á heildina litið eftir túra. Það getur tekið tvö til fjögur ár að komast yfir núllið, jafnvel þó plötusala hafi gengið vel í byrjun," segir María. „Þetta getur þó breyst mjög hratt með eftirspurn og meiri velgengni. Þegar þú ert kominn á ákveðið level af velgengni geta tónleikaferðalögin alveg gefið af sér, þá ertu farinn að spila á töluvert stærri tónleikum og farinn að fá há tilboð.“ Aðrir tekjuliðir sem skipta máli er sala á tónlist í kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og svo framvegis. „Hljómsveit þarf þó að vera komin á ákveðinn stað til að fá mikið greitt fyrir slíka sölu því oft er gamla trixið notað – þetta sé svo frábær kynning fyrir listamanninn,“ segir María. „Sala á varningi er líka tekjuhlið en það fer svolítið eftir hljómsveitum og samsetningu aðdáendahópsins hversu vel hljómsveitum gengur á þeim velli. Sumar hljómsveitir eiga mun auðveldara með það, til dæmis er mikil hefð fyrir varningi innan þungarokks. Svo kemur það aftur inn á hversu stórar hljómsveitir eru orðnar, þeim mun stærri sem þú ert þeim mun meira geturðu lagt í varninginn þinn og boðið upp á vandað og skemmtilegt úrval sem aðdáendur vilja kaupa,“ segir María.
Tengdar fréttir Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50