Viðskipti innlent

Auka hlutafé um 9,76 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.
Stjórn Nýherja hf.  hefur í dag ákveðið að bjóða út allt að 40 milljónir hluta eða um 9,76% í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta. Verð á hlut var í morgun 15 krónur. Stjórn hefur jafnframt gert samkomulag við Kviku banka hf. um að annast útboðið.

Í tilkynningu segir að stjórn félagsins muni nýta heimild til hlutafjárhækkunar sem samþykkt var á aðalfundi þann 14. mars 2014, þar sem hluthafar félagsins féllu frá forgangsrétti að hinum nýju hlutum.

Markmið með útboðinu sé að styrkja eigið fé Nýherjasamstæðunnar og styðja enn frekar við lausnaþróun og  þann tekjuvöxt sem hefur verið hjá félaginu síðustu misseri.

Unnið er að útfærslu skilmála og sölufyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að útboðinu verði lokið núna í desember. Nánari upplýsingar verða sendar til kauphallar þegar niðurstöður útboðsins liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×