Viðskipti innlent

Auður Finnbogadóttir nýr formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins

ingvar haraldsson skrifar
mynd/christopher lund
Auður Finnbogadóttir hefur verið skipaður formaður stjórnar Samkeppniseftirlitins af Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Auður tekur við af Kristínu Haraldsdóttur sem baðst lausnar frá stjórnarsetu. Skipunin gildir frá 1. desember 2015 til 26. ágúst 2017.

Auður er viðskiptafræðingur frá University of Colorado í Bandaríkjunum og með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu og hefur setið í stjórn í fjölda fyrirtækja að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þá hefur Ragnheiður Elín einnig skipað Eyvind G. Gunnarsson í aðalstjórn Samkeppniseftirlitins en hann hefur setið í varastjórn þess og þau Ingva Má Pálsson, skrifstofustjóra og Jóhönnu Katrínu Magnúsdóttur, lögmann sem varamenn í stjórn eftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×