Ábyrgð ríkja til að vernda borgara sína Kristjana Fenger skrifar 5. desember 2015 07:00 Undanfarið hef ég rannsakað konur á flótta og hvernig ofbeldi sem konur verða fyrir fellur að Flóttamannahugtakinu. Það er það hugtak sem úrskurðar um hvort einstaklingar fái stöðu flóttamanns eða ekki en til þess að fá veitta vernd á grundvelli þess þarf einstaklingur að uppfylla þó nokkur skilyrði. Um þetta væri hægt að skrifa fjölmörg orð en hér er stiklað á afar stóru. Eitt af fjölmörgum vandamálunum við framgang kynbundinna ofsókna í málsmeðferð hælisumsókna er að ofbeldi á sér oft stað í einrúmi, framið af aðilum ótengdum ríkinu. Þessi staða getur leitt af sér veruleg sönnunarvandræði og reynir á hvort stjórnvöld og réttarkerfi séu í stakk búin að veita fórnarlömbum árangursríka vernd. Stundum veita ríki ekki slíka vernd þar sem ofbeldi er ekki gert refsivert eða ekki er aðhafst vegna brota sem eru kærð á grundvelli laga sem eru til staðar. Rannsóknir og tölfræði benda til þess að gögn um kynbundið ofbeldi séu oft á tíðum ekki aðgengileg þar sem brotin eru ekki tilkynnt eða ekki er saksótt fyrir þau. Í ákveðnum ríkjum eru stjórnvöld ófús til að birta gögn og tölur er varða konur þar sem kynbundið ofbeldi er kerfisbundið þaggað niður. Því getur verið erfitt að nálgast upplýsingar og alþjóðlegar skýrslur um slík brot. Einnig getur verið vandamál að konur hafa víða í heiminum takmarkaðan aðgang að upplýsingum og að gögnum er byggja undir trúverðugleika hælisumsóknar.Haldlítill listi Tvær meginkenningar eru við lýði um hvers konar ábyrgð ríki bera á ofsóknum og mannréttindabrotum sem framin eru á þegnum þeirra af aðilum sem eru ótengdir ríkinu sjálfu. Annars vegar er það sjónarmið um beina ábyrgð eða samsekt ríkis, en þá þarf ásetningur að liggja fyrir hjá ríki að bregðast ekki við ofsóknum og veita vernd. Ekki sé um ofsóknir að ræða ef ríkið er ekki í stakk búið til þess að vernda einstaklinginn og talið að ekki eigi að fordæma ríki fyrir að hafa ekki burði til að vernda borgara sína. Hins vegar er það verndarsjónarmiðið og er aðalmarkmið þeirrar nálgunar að finna viðeigandi lausn á vandamálinu. Þar er fjarvera fullnægjandi verndar nóg til þess að ríkið beri ábyrgð og verndarandlagið gert að áherslupunkti og horft er á brotið út frá sjónarhóli þolanda en ekki geranda. Algengt er í ákvörðunum útlendingayfirvalda að litið sé til viðleitni heimaríkja umsækjanda til þess að bæta ástandið þrátt fyrir að sú viðleitni skili fórnarlömbunum mögulega engum árangri. Í umræðu um alþjóðlega vernd er stundum talað um örugg ríki, þ.e. ríki sem talin eru vernda borgara sína fyrir ofbeldi eða öðru óréttlæti sem þeir kunna að verða fyrir og þaðan þurfi enginn að flýja og fá vernd í öðru ríki. Aftur á móti er hægt að færa fyrir því rök að slíkur listi sé haldlítill þar sem nær ómögulegt er að vita með vissu hvar ofsóknir hefjast og eiga sér stað. Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis? Ætli það sé hægt að færa rök fyrir því að þær konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi hérlendis verði í raun fyrir kynbundnum ofsóknum þar sem þær eru ekki verndaðar af íslenskum stjórnvöldum? Hvað ætli séu margar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín hérlendis vegna kynbundins ofbeldis?Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég rannsakað konur á flótta og hvernig ofbeldi sem konur verða fyrir fellur að Flóttamannahugtakinu. Það er það hugtak sem úrskurðar um hvort einstaklingar fái stöðu flóttamanns eða ekki en til þess að fá veitta vernd á grundvelli þess þarf einstaklingur að uppfylla þó nokkur skilyrði. Um þetta væri hægt að skrifa fjölmörg orð en hér er stiklað á afar stóru. Eitt af fjölmörgum vandamálunum við framgang kynbundinna ofsókna í málsmeðferð hælisumsókna er að ofbeldi á sér oft stað í einrúmi, framið af aðilum ótengdum ríkinu. Þessi staða getur leitt af sér veruleg sönnunarvandræði og reynir á hvort stjórnvöld og réttarkerfi séu í stakk búin að veita fórnarlömbum árangursríka vernd. Stundum veita ríki ekki slíka vernd þar sem ofbeldi er ekki gert refsivert eða ekki er aðhafst vegna brota sem eru kærð á grundvelli laga sem eru til staðar. Rannsóknir og tölfræði benda til þess að gögn um kynbundið ofbeldi séu oft á tíðum ekki aðgengileg þar sem brotin eru ekki tilkynnt eða ekki er saksótt fyrir þau. Í ákveðnum ríkjum eru stjórnvöld ófús til að birta gögn og tölur er varða konur þar sem kynbundið ofbeldi er kerfisbundið þaggað niður. Því getur verið erfitt að nálgast upplýsingar og alþjóðlegar skýrslur um slík brot. Einnig getur verið vandamál að konur hafa víða í heiminum takmarkaðan aðgang að upplýsingum og að gögnum er byggja undir trúverðugleika hælisumsóknar.Haldlítill listi Tvær meginkenningar eru við lýði um hvers konar ábyrgð ríki bera á ofsóknum og mannréttindabrotum sem framin eru á þegnum þeirra af aðilum sem eru ótengdir ríkinu sjálfu. Annars vegar er það sjónarmið um beina ábyrgð eða samsekt ríkis, en þá þarf ásetningur að liggja fyrir hjá ríki að bregðast ekki við ofsóknum og veita vernd. Ekki sé um ofsóknir að ræða ef ríkið er ekki í stakk búið til þess að vernda einstaklinginn og talið að ekki eigi að fordæma ríki fyrir að hafa ekki burði til að vernda borgara sína. Hins vegar er það verndarsjónarmiðið og er aðalmarkmið þeirrar nálgunar að finna viðeigandi lausn á vandamálinu. Þar er fjarvera fullnægjandi verndar nóg til þess að ríkið beri ábyrgð og verndarandlagið gert að áherslupunkti og horft er á brotið út frá sjónarhóli þolanda en ekki geranda. Algengt er í ákvörðunum útlendingayfirvalda að litið sé til viðleitni heimaríkja umsækjanda til þess að bæta ástandið þrátt fyrir að sú viðleitni skili fórnarlömbunum mögulega engum árangri. Í umræðu um alþjóðlega vernd er stundum talað um örugg ríki, þ.e. ríki sem talin eru vernda borgara sína fyrir ofbeldi eða öðru óréttlæti sem þeir kunna að verða fyrir og þaðan þurfi enginn að flýja og fá vernd í öðru ríki. Aftur á móti er hægt að færa fyrir því rök að slíkur listi sé haldlítill þar sem nær ómögulegt er að vita með vissu hvar ofsóknir hefjast og eiga sér stað. Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis? Ætli það sé hægt að færa rök fyrir því að þær konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi hérlendis verði í raun fyrir kynbundnum ofsóknum þar sem þær eru ekki verndaðar af íslenskum stjórnvöldum? Hvað ætli séu margar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín hérlendis vegna kynbundins ofbeldis?Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar