Viðskipti innlent

Vodafone gefur út sjónvarpsapp

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hægt að horfa á íslensku stöðvarnar í gegnum nýtt app Vodafone.
Hægt að horfa á íslensku stöðvarnar í gegnum nýtt app Vodafone. Vísir/Daníel
Vodafone á Íslandi er búið að gefa út app sem gerir fólki mögulegt að horfa á hefðbundna sjónvarpsdagskrá í snjalltækjunum sínum, nota tímavél til að flakka í dagskránni og panta sér frelsisefni sjónvarpsstöðva. 

Enn sem komið er geta aðeins Android-notendur nýtt sér þessa þjónustu en samkvæmt vefsíðu Vodafone verður iOS app gert aðgengilegt á næstu dögum. Með tilkomu appsins eru áhorfendur ekki lengur bundnir af því að vera með hefðbundið sjónvarp til að horfa á útsenda dagskrá.

Sjónvarpsstöðvar sem verða öllum aðgengilegar í appinu eru RÚV, ÍNN, Hringbraut og N4 en auk þess geta þeir sem eru með áskrift hjá 365 horft á þær stöðvar sem þeir eru með aðgengi að, þar á meðal Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðinni og Krakkastöðinni.

Hægt verður að flakka allt að þrjár klukkustundir aftur í tímann í dagskránni í appinu en auk þess er allt frelsisefni RÚV er aðgengilegt og þeir sem eru með áskrift geta horft á frelsisefni Stöðvar 2, sportpakka Stöðvar 2 og Stöðvar 3 í appinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×