Tekur þátt í 5.000 km rafbílaakstri í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 15:47 Við upphaf ferðarinnar sem spannar 5.000 km frá norðurhluta til suðurodda Indlands. Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira