Viðskipti innlent

Bankasýsla ríkisins útilokar ekki að einkavæða hluta bankanna á næsta ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn Íslandsbanka telja að tækifæri sé til sölu væntanlegs ríkishlutar árið 2016.
Forsvarsmenn Íslandsbanka telja að tækifæri sé til sölu væntanlegs ríkishlutar árið 2016.
Bankasýsla ríkisins útilokar ekki að bæði Íslandsbanki og Landsbankinn verði einkavæddir að hluta á næsta ári. Forsvarsmenn Íslandsbanka telja að tækifæri sé til sölu væntanlegs ríkishlutar árið 2016. Þessu greinir Bloomberg Business frá.

Í greininni er haft eftir Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslu ríkisins, að almenningur búist við að hluti bankanna verði seldir á næsta ári. Gengið verði úr skugga um að ekki of stór hluti bankanna verði seldur á sama tíma til að viðhalda jafnvægi á markaði. Jón Gunnar segir að á næsta ári sé hægt að líta til einkavæðingar bankanna. Hann útilokar því ekki að bæði Íslandsbanki og Landsbankinn verði einkavæddir að hluta á næsta ári.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×