Viðskipti innlent

Kaupþing selur í Refresco Gerber fyrir 2,7 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Kaupþing seldi hlut í Refresco Gerber.
Kaupþing seldi hlut í Refresco Gerber.
Kaupþing hefur selt ríflega 1,5 prósenta hlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber fyrir 19 milljónir evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna.  

Salan var hluti af sölu þriggja stærstu hluthafa Refresco Gerber á samtals 9,9 prósenta hlut í félaginu. Félögin heita Ferskur Holding 1 B.V., Tamoa Limited og 3i sem átti hlutina í gegnum 3i GC Holdings Ref 1 S.à.r.l. and 3i GC Holdings Ref 2 S.à.r.l.

Eftir viðskiptin á Kaupþing tæplega 6 prósenta hlut í Refresco Gerber í gegnum Ferskur Holding 1 B.V.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×