Næsti Nissan Juke með rafmótorum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 14:21 Nissan Juke er ekki allra og annaðhvort elskaður eða hataður fyrir útlit sitt. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent
Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent