Umhverfismál – grímulausar vangaveltur Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun