Sjávarútvegurinn sá eini sem getur greitt auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands vísir/gva Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira