CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 10:57 Skjáskot úr Gunjack MYnd/CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar. Leikjavísir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar.
Leikjavísir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira