Ford Mondeo fyrirtækjabíll ársins 2016 í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 12:00 Ford Mondeo. Ford Mondeo var nýlega valinn fyrirtækjabíll ársins 2016 í Danmörku, annað árið í röð. Hann hlaut einnig titilinn fjölskyldubíll ársins í Bretlandi nú nýlega og var þar að auki valinn „Best Estate car“ af WhatCar? tímaritinu í vali þeirra á bílum ársins 2015. Ford Mondeo er stórglæsilegur og rúmgóður bíll með framúrskarandi aksturseiginleika. Nýr Ford Mondeo er það stór að hann rúmar auðveldlega fimm manns og farangurinn sem fylgir þeim fjölda. Vel fer um alla, hvort sem setið er í fram- eða aftursætum. Fóta- og höfuðrými er mjög rúmt. Mondeo er í boði með sparneytnum bensín- eða dísilvélum. Bensínvélarnar eyða frá einungis 5,1 l/100km í blönduðum akstri og losun koltvísýrings er frá aðeins 119 g/km enda eru þær byggðar á hinni margverðlaunuðu EcoBoost tækni. Dísilvélarnar eyða frá einungis 4,4 l/100km í blönduðum akstri og er losun koltvísýrings frá aðeins 115 g/km. Vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig ströngustu kröfur Euro 6 losunarstaðlanna. Ný vélatækni Ford hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Nýr Mondeo fæst einnig fjórhjóladrifinn á mjög hagstæðu verði eða frá 5.990.000 kr. Brimborg hvetur fólk til að reynsluaka nýjum Ford Mondeo því það er hrein og klár skemmtun. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent
Ford Mondeo var nýlega valinn fyrirtækjabíll ársins 2016 í Danmörku, annað árið í röð. Hann hlaut einnig titilinn fjölskyldubíll ársins í Bretlandi nú nýlega og var þar að auki valinn „Best Estate car“ af WhatCar? tímaritinu í vali þeirra á bílum ársins 2015. Ford Mondeo er stórglæsilegur og rúmgóður bíll með framúrskarandi aksturseiginleika. Nýr Ford Mondeo er það stór að hann rúmar auðveldlega fimm manns og farangurinn sem fylgir þeim fjölda. Vel fer um alla, hvort sem setið er í fram- eða aftursætum. Fóta- og höfuðrými er mjög rúmt. Mondeo er í boði með sparneytnum bensín- eða dísilvélum. Bensínvélarnar eyða frá einungis 5,1 l/100km í blönduðum akstri og losun koltvísýrings er frá aðeins 119 g/km enda eru þær byggðar á hinni margverðlaunuðu EcoBoost tækni. Dísilvélarnar eyða frá einungis 4,4 l/100km í blönduðum akstri og er losun koltvísýrings frá aðeins 115 g/km. Vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig ströngustu kröfur Euro 6 losunarstaðlanna. Ný vélatækni Ford hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Nýr Mondeo fæst einnig fjórhjóladrifinn á mjög hagstæðu verði eða frá 5.990.000 kr. Brimborg hvetur fólk til að reynsluaka nýjum Ford Mondeo því það er hrein og klár skemmtun.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent