Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala.
Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala. Landspítali
Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala. Hann mun hafa yfirumsjón með aðkomu Landspítala að uppbyggingu nýbygginga og tengdra innviða við Hringbraut.

Benedikt hefur verið aðstoðarforstjóri spítalans síðustu fimm ár. Nýtt skipurit spítalans tekur gildi næstu mánaðarmót en breytingar hafa verið gerðar á því til. Við þessar breytingar verður starf aðstoðarforstjóra lagt niður og flytjast flest verkefni hans yfir til framkvæmastjóra þróunar.

Benedikt er fæddur árið 1961. Hann er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í framkvæmdaverkfræði og verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle. Á árunum 2005 til 2009 var hann framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. og þar áður framkvæmdastjóri Parlogis ehf..

Hann starfaði hjá Eimskip hf. frá árinu 1993 til 2004 sem forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn, forstöðumaður innanlandsflutninga og síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×