Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Jarðborunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Sigurðsson tekur við starfi forstjóra Jarðborana 1. janúar næstkomandi.
Sigurður Sigurðsson tekur við starfi forstjóra Jarðborana 1. janúar næstkomandi.
Baldvin Þorsteinsson mun láta af störfum sem forstjóri Jarðborana hf. í byrjun næsta árs. Sigurður Sigurðsson tekur við starfi forstjóra Jarðborana 1. janúar næstkomandi.

Sigurður hefur verkfræðimenntun frá Háskóla Íslands og DTH í Kaupmannahöfn. Hann hefur undanfarin tvö ár verið framkvæmdastjóri jarðgangafyrirtækisins Marti AS í Noregi. Marti AS er systurfélag ÍAV hf en áður starfaði Sigurður í 10 ár sem framkvæmdastjóri hjá ÍAV.

Þá var Sigurður framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar um eins árs skeið og framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas hf á árunum 1993-2002. Sigurður er 54 ára gamall, kvæntur og á þrjár dætur.

Baldvin tók við forstjórastöðu Jarðborana í ársbyrjun 2013 en mun setjast í stjórn félagsins og taka við stjórnarformennsku þegar hann lætur af starfi forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×