Viðskipti innlent

Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zuckerberg að spila Gunjack á föstudaginn.
Zuckerberg að spila Gunjack á föstudaginn. Mynd af Facebook-síðu Zuckerberg
Mack Zuckerberg, stofnandi Facebook, fagnaði útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna frá Oculus á föstudaginn með því að spila tölvuleikinn Gunjack frá CCP. Leikurinn varð aðgengilegur fyrir Samsung Gear VR á föstudaginn og það fór greinilega ekki framhjá Zuckerberg og félögum í Kaliforníu sem nýtti tækifærið samdægurs.

Leikurinn gerist í sama „heimi“ og EVE Online tölvuleikurinn, vinsælasti leikur CCP, en notast verður við fyrrnefndan Samsung Gear búnað til að spila leikinn. Samsung snjallsíma af sérstakri gerð er komið fyrir í gleraugum sem notandinn ber á hausnum ásamt heyrnartólum. Með hverri hreyfingu spilarans birtist ný mynd á skjánum svo það er eins og spilarinn sé raunverulega staddur á fjarlægri plánetu að berjast við vélmenni.

Í fréttatilkynningu frá CCP fyrir helgi kom fram í máli Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, að sýndarveruleiki muni skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar.

Today is a historic day for virtual reality. After years of development, we're shipping the first consumer virtual...

Posted by Mark Zuckerberg on Friday, November 20, 2015

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.