Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP ingvar haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 16:00 Hlutafjáraukninguna á að nýta í þróun á tölvuleikjum á sviði sýndarveruleika. ccp Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur