Geely ætlar að rafmagnsvæða alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:10 Geely Emgrand. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent