Fiat hættir við Charlie Sheen auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:51 Úr Fiat 124 Spider auglýsingunni með Charlie Sheen. Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent
Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent