Er hefð að níðast á lífeyrisþegum? Guðmundur Magnússon skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun