Er hefð að níðast á lífeyrisþegum? Guðmundur Magnússon skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar