Stýrir 450 manna fyrirtæki á daginn og ríður út á kvöldin sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva „Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira