Símarnir drepa í bandarískri umferð Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 09:38 Notkun síma við akstur er hættulegur leikur. Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent