Bentley Ian Fleming fannst í bílskúr í LA Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 16:07 Bentley F-Type Continental bíll Ian Fleming kominn úr bílskúrnum. Það gerist reglulega að dýrgripir finnist yfirgefnir á afviknum stöðum, gamlir og sögulegir bílar sem margir vildu eignast. Það á einmitt við í þessu tilviki, en fyrir stuttu fannst Bentley R-Type Continental bíll sem var í eigu James Bond söguritarans Ian Fleming í bílskúr í Los Angeles. Ian Fleming gaf reyndar vini sínum, Bandaríkjamanninum Felix Bryce þennan bíl eftir að hafa gert hann upp. Felix Bryce var fyrirmynd Fleming fyrir CIA njósnarann Felix Leiter í Bond bókunum. Hann kom við sögu í einum 6 myndum James Bond, Casino Royale þeirri fyrstu. Felix Bryce flutti bílinn með sér til Bandaríkjanna. Þessi 1953 árgerð af Bentley R-Type Continental var einfaldlega hraðskreiðasti fjögurra sæta bíll heims þegar hann var framleiddur og þótti einstakur bíll og það reyndar enn. Felix Bryce seldi svo bílinn og skipti hann nokkrum sinnum um eigendur en endaði svo í höndunum á skurðlækni í Beverly Hills árið 1978 og þar hefur þessi verðmæti bíll staðið í bílskúr síðan svo til ónotaður. Innrétting bílsins er algjörlega upprunanleg. Bíllinn verður boðinn upp í Bandaríkjunum á næstunni og er búist við að hann fari á 1,4 til 1,8 milljónir dollara, eða 185 til 240 milljónir króna. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Það gerist reglulega að dýrgripir finnist yfirgefnir á afviknum stöðum, gamlir og sögulegir bílar sem margir vildu eignast. Það á einmitt við í þessu tilviki, en fyrir stuttu fannst Bentley R-Type Continental bíll sem var í eigu James Bond söguritarans Ian Fleming í bílskúr í Los Angeles. Ian Fleming gaf reyndar vini sínum, Bandaríkjamanninum Felix Bryce þennan bíl eftir að hafa gert hann upp. Felix Bryce var fyrirmynd Fleming fyrir CIA njósnarann Felix Leiter í Bond bókunum. Hann kom við sögu í einum 6 myndum James Bond, Casino Royale þeirri fyrstu. Felix Bryce flutti bílinn með sér til Bandaríkjanna. Þessi 1953 árgerð af Bentley R-Type Continental var einfaldlega hraðskreiðasti fjögurra sæta bíll heims þegar hann var framleiddur og þótti einstakur bíll og það reyndar enn. Felix Bryce seldi svo bílinn og skipti hann nokkrum sinnum um eigendur en endaði svo í höndunum á skurðlækni í Beverly Hills árið 1978 og þar hefur þessi verðmæti bíll staðið í bílskúr síðan svo til ónotaður. Innrétting bílsins er algjörlega upprunanleg. Bíllinn verður boðinn upp í Bandaríkjunum á næstunni og er búist við að hann fari á 1,4 til 1,8 milljónir dollara, eða 185 til 240 milljónir króna.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent