Vilja kaupa Þríhnúka Ingvar Haraldsson skrifar 26. nóvember 2015 09:27 Icelandic Tourism Fund vill gera svæðið aðgengilegt almenningi og ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira