Hefur misst tvær systur: „Ég hugsaði alveg, hvað með mig?“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2015 10:10 Sigríður Thorlacius er ein ástsælasta söngkona landsins. vísir/Íris Ann Tilgerðarleysi og einlægni einkennir Sigríði Thorlacius söngkonu en hún prýðir forsíðu afmælisrits Kvennablaðsins sem kom út í gær. Síðasta ár reyndist henni þungbært en Sólveig systir hennar lést í fyrra aðeins 43 ára gömul, fjórum árum eftir að Ingileif systir þeirra lést. Sigga, eins og hún er kölluð, segir í blaðinu að hún hafi í kjölfarið tekið þá ákvörðun um að lifa í núinu og planar ekki lengra en nokkra mánuði fram í tímann. Hún hefur aldrei orðið yfir sig ástfangin eða tekið ákvörðun – hvorki af né á – um að eignast barn. Systurnar voru upphaflega fimm og bjuggu allar heima á einhverjum tímapunkti þegar Sigga var lítil en Solveig sem lést í fyrra var næst henni í aldri, 11 árum eldri, og því ólust þær upp saman. Brotnaði niður „Við urðum mjög miklar vinkonur þegar ég komst til vits og ára. Hinar systur mínar eiga allar börn. Ingileif átti eina dóttur þegar hún lést en Áslaug og Sigrún eiga báðar fjögur börn. Við Solla vorum mikið saman og okkar stundatafla lá vel saman. Við vorum miklar vinkonur en líka ólíkar. Hún var miklu meiri félagsvera, ég er lokaðri,“ segir Sigríður í samtali við Kvennablaðið. Það var mikið áfall þegar Ingileif systir þeirra lést eftir löng veikindi. Þegar Solla greindist með samskonar æxli í ársbyrjun segist Sigga hafa brotnað niður. „Það flögrar einhver hugmynd innra með mér um að þetta sé of fáránlegt. Að þetta geti varla verið tilviljun.“ Hún viðurkennir að það hafi hvarflað að sér að hún væri næst. „Ég hugsaði alveg „hvað með mig?“ en fókusinn var ekkert þar. Ég bægði því bara frá mér og ég held ég geti talað fyrir okkur allar að þessi hugsun kemur upp af og til. Ég var búin að vera með skrítinn hausverk um daginn og þá kemur einhver stingur í magann. Almennt er þetta spurningin: „Viltu vita?“ Hvað gerir það fyrir þig að vita ef ekkert bendir til þess að eitthvað sé að? Maður getur alið á kvíða og sjúkdómahræðslu en maður reynir að festast ekki í því. Ég er ekki lífhræddari núna en áður. Jafnvel minna. Ég plana bara styttra og geri meira.“ Sigríður segist hafa tekist á við sorgina með því að byrja mjög fljótt að syngja og umgangast þannig fólk. Fjölskyldan hafi staðið þétt saman og öll verið mjög meðvituð um að hlúa hvert að öðru. „Sorgin læðist að manni við ólíklegustu tilvik. Söknuðurinn er eitt en þetta er í raun og veru miklu meiri sorg og depurð yfir þeirra örlögum. Ég hugsa mikið um þær og vil mikið tala um þær og segja sögur. Annars verður þetta vandræðalegt og fólk vill ekki ræða þetta. En með því að tala um þær verður þetta þolanlegra og þær eru á einhvern hátt alltaf með mér.“ Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Tilgerðarleysi og einlægni einkennir Sigríði Thorlacius söngkonu en hún prýðir forsíðu afmælisrits Kvennablaðsins sem kom út í gær. Síðasta ár reyndist henni þungbært en Sólveig systir hennar lést í fyrra aðeins 43 ára gömul, fjórum árum eftir að Ingileif systir þeirra lést. Sigga, eins og hún er kölluð, segir í blaðinu að hún hafi í kjölfarið tekið þá ákvörðun um að lifa í núinu og planar ekki lengra en nokkra mánuði fram í tímann. Hún hefur aldrei orðið yfir sig ástfangin eða tekið ákvörðun – hvorki af né á – um að eignast barn. Systurnar voru upphaflega fimm og bjuggu allar heima á einhverjum tímapunkti þegar Sigga var lítil en Solveig sem lést í fyrra var næst henni í aldri, 11 árum eldri, og því ólust þær upp saman. Brotnaði niður „Við urðum mjög miklar vinkonur þegar ég komst til vits og ára. Hinar systur mínar eiga allar börn. Ingileif átti eina dóttur þegar hún lést en Áslaug og Sigrún eiga báðar fjögur börn. Við Solla vorum mikið saman og okkar stundatafla lá vel saman. Við vorum miklar vinkonur en líka ólíkar. Hún var miklu meiri félagsvera, ég er lokaðri,“ segir Sigríður í samtali við Kvennablaðið. Það var mikið áfall þegar Ingileif systir þeirra lést eftir löng veikindi. Þegar Solla greindist með samskonar æxli í ársbyrjun segist Sigga hafa brotnað niður. „Það flögrar einhver hugmynd innra með mér um að þetta sé of fáránlegt. Að þetta geti varla verið tilviljun.“ Hún viðurkennir að það hafi hvarflað að sér að hún væri næst. „Ég hugsaði alveg „hvað með mig?“ en fókusinn var ekkert þar. Ég bægði því bara frá mér og ég held ég geti talað fyrir okkur allar að þessi hugsun kemur upp af og til. Ég var búin að vera með skrítinn hausverk um daginn og þá kemur einhver stingur í magann. Almennt er þetta spurningin: „Viltu vita?“ Hvað gerir það fyrir þig að vita ef ekkert bendir til þess að eitthvað sé að? Maður getur alið á kvíða og sjúkdómahræðslu en maður reynir að festast ekki í því. Ég er ekki lífhræddari núna en áður. Jafnvel minna. Ég plana bara styttra og geri meira.“ Sigríður segist hafa tekist á við sorgina með því að byrja mjög fljótt að syngja og umgangast þannig fólk. Fjölskyldan hafi staðið þétt saman og öll verið mjög meðvituð um að hlúa hvert að öðru. „Sorgin læðist að manni við ólíklegustu tilvik. Söknuðurinn er eitt en þetta er í raun og veru miklu meiri sorg og depurð yfir þeirra örlögum. Ég hugsa mikið um þær og vil mikið tala um þær og segja sögur. Annars verður þetta vandræðalegt og fólk vill ekki ræða þetta. En með því að tala um þær verður þetta þolanlegra og þær eru á einhvern hátt alltaf með mér.“
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira