Hæfileikarækt gegn hryðjuverkum: Hvernig er aukin lýðræðisþátttaka ungmenna tryggð? Ásta Lovísa Arnórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 14:38 Seinastliðin ár hefur sá myrki veruleiki blasið við Vesturlöndunum að kosningarþátttaka ungmenna hefur tekið mjög krappa dýfu sem að virðist ekki enn vera á enda komin . Á sama tíma virðist svo vera að eina þátttaka sem færst hefur í aukanna sé þátttaka í öfgasamtökum , sama hvar hún fellur á pólitískum og trúarlegum skala. Miklar og þarfar umræður hafa vaknað sem afleiðing af því um hvernig sé hægt að vekja meiri áhuga á lýðræðislegum kosningum hjá ungu fólki. Ein af hugmyndunum sem skýtur hvað oftast upp kollinum er sú að hvetja þurfi ungmenni til aukinnar aðildar í frjálsum félagasamtökum og sjálfboðavinnu en mikil tengsl eru milli slíkrar þátttöku og kosningarþátttöku. Þrátt fyrir þetta hefur það hinsvegar reynst þrautinni þyngri að fá ungt fólk til að taka meiri þátt í þessu samtakastarfi. Þann 21.-24. september tók Landsamband æskulýðsfélaga (LÆF) þátt í þriðju og seinustu vinnustofunni af þremur með öðrum evrópskum landssamböndum og frjálsum félagssamtökum. Markmiðið var að koma með tillögur til Evrópuþings um löggjöf á Evrópuskala til þess að hvetja ungt fólk til meiri þátttöku í sjálfboðaliða- og félagssamtakastörfum. Skýrt kom fram að erfitt sé fyrir evrópsk ungmenni að samtvinna nám og þátttöku í þverpólitískum samtökum. Séu þau viljug til þess að taka þátt kemur sú þátttaka oftast niður á námsframmistöð þeirra. Ástæðan er vegna þess að þessi þátttaka er til einskis metin þegar að kemur að námsframmistöðu. Til þess að bregðast við þessu vandamáli vann LÆF að tillögu sem felst í því að þátttaka í þverpólitískum samtökum verði metin inn í formlegt menntakerfi á Evrópuskalanum . Þannig munu nemendur hafa meiri hvata til þátttöku. Tillagan stingur einnig upp á sérstöku kerfi til að auðvelda menntastofnunum á lands- og Evrópuvísu að innleiða námsmatið. Það er von LÆF að ef þessi löggjöf nái fram að ganga og að ungmenni sjái hag sinn í því að taka þátt í samfélagi, bæði í félagssamtökum og sem kjósendur. Með þessu sköpum við virkara og samtvinnaðra samfélag. Ef atburðir síðasliðna vikna hafa kennt okkur sitthvað, liggur í augum uppi að hatri er ekki svarað með hatri. Þá er brýnt að virkja ungt fólk, eitt verðmætasta afl samfélagsins, hvetja þau til lýðræðislegrar þátttöku og efla fræðslu um fjölmenningu og margbreytileika. Það þarf að telja í þau trú um að með virkni innan félagasamtaka geti þau haft áhrif og breytt og bætt samfélaginu til hins betra. Því að þegar öllu er á botninn hvolft er forsenda þátttöku það, að hún sé metin að verðleikum með viðeigandi umbun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seinastliðin ár hefur sá myrki veruleiki blasið við Vesturlöndunum að kosningarþátttaka ungmenna hefur tekið mjög krappa dýfu sem að virðist ekki enn vera á enda komin . Á sama tíma virðist svo vera að eina þátttaka sem færst hefur í aukanna sé þátttaka í öfgasamtökum , sama hvar hún fellur á pólitískum og trúarlegum skala. Miklar og þarfar umræður hafa vaknað sem afleiðing af því um hvernig sé hægt að vekja meiri áhuga á lýðræðislegum kosningum hjá ungu fólki. Ein af hugmyndunum sem skýtur hvað oftast upp kollinum er sú að hvetja þurfi ungmenni til aukinnar aðildar í frjálsum félagasamtökum og sjálfboðavinnu en mikil tengsl eru milli slíkrar þátttöku og kosningarþátttöku. Þrátt fyrir þetta hefur það hinsvegar reynst þrautinni þyngri að fá ungt fólk til að taka meiri þátt í þessu samtakastarfi. Þann 21.-24. september tók Landsamband æskulýðsfélaga (LÆF) þátt í þriðju og seinustu vinnustofunni af þremur með öðrum evrópskum landssamböndum og frjálsum félagssamtökum. Markmiðið var að koma með tillögur til Evrópuþings um löggjöf á Evrópuskala til þess að hvetja ungt fólk til meiri þátttöku í sjálfboðaliða- og félagssamtakastörfum. Skýrt kom fram að erfitt sé fyrir evrópsk ungmenni að samtvinna nám og þátttöku í þverpólitískum samtökum. Séu þau viljug til þess að taka þátt kemur sú þátttaka oftast niður á námsframmistöð þeirra. Ástæðan er vegna þess að þessi þátttaka er til einskis metin þegar að kemur að námsframmistöðu. Til þess að bregðast við þessu vandamáli vann LÆF að tillögu sem felst í því að þátttaka í þverpólitískum samtökum verði metin inn í formlegt menntakerfi á Evrópuskalanum . Þannig munu nemendur hafa meiri hvata til þátttöku. Tillagan stingur einnig upp á sérstöku kerfi til að auðvelda menntastofnunum á lands- og Evrópuvísu að innleiða námsmatið. Það er von LÆF að ef þessi löggjöf nái fram að ganga og að ungmenni sjái hag sinn í því að taka þátt í samfélagi, bæði í félagssamtökum og sem kjósendur. Með þessu sköpum við virkara og samtvinnaðra samfélag. Ef atburðir síðasliðna vikna hafa kennt okkur sitthvað, liggur í augum uppi að hatri er ekki svarað með hatri. Þá er brýnt að virkja ungt fólk, eitt verðmætasta afl samfélagsins, hvetja þau til lýðræðislegrar þátttöku og efla fræðslu um fjölmenningu og margbreytileika. Það þarf að telja í þau trú um að með virkni innan félagasamtaka geti þau haft áhrif og breytt og bætt samfélaginu til hins betra. Því að þegar öllu er á botninn hvolft er forsenda þátttöku það, að hún sé metin að verðleikum með viðeigandi umbun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun