Andri Þór Guðmundsson markaðsmaður ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 17:51 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Vísir/Anton Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, hefur verið kjörinn Markaðsmaður ársins 2015 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Andri Þór hafi náð miklum árangri með vörumerki Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, sem flest hver hafa verið að auka hlutdeild á markaði þar sem samkeppni er hörð og framboð mikið. Andri Þór hefur verið leiðandi í vöruþróun á drykkjarmarkaði og hefur hann meðal annars haft það að markmiði að stuðla að aukinni bjór- og vínmenningu meðal þjóðarinnar með stofnun Borg Brugghúss, þar sem að almenningi hefur gefist kostur á að fá fræðslu um íslenskan bjór, þar sem að gæði eru tekin umfram magn. Í dómnefnd sátu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður dómnefndar, Einar Einarsson framkvæmdastjóri Gallup, Andrés Jónsson eigandi og stofnandi Góðra samskipta, Bjarni Ólafsson ritstjóri Viðskiptablaðisins, Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar. Auk þeirra sátu í dómnefnd Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipar/TBWA, Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Dr. Friðrik Larsen lektor í HÍ og formaður stjórnar ÍMARK og Ásta Pétursdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK. Í fyrra tók stjórn ÍMARK þá ákvörðun að breyta formi keppninnar. Í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins eins og hefur verið gert undanfarin ár, verða eingöngu veitt verðlaun fyrir Markaðsmann ársins 2015. Á næsta ári verður Markaðsfyrirtæki ársins valið og svo koll af kolli. Breyting þessi var gerð svo að fleiri fyrirtæki og einstaklingar geti komið til álita í hvert sinn sem verðlaunin eru veitt. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, hefur verið kjörinn Markaðsmaður ársins 2015 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Andri Þór hafi náð miklum árangri með vörumerki Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, sem flest hver hafa verið að auka hlutdeild á markaði þar sem samkeppni er hörð og framboð mikið. Andri Þór hefur verið leiðandi í vöruþróun á drykkjarmarkaði og hefur hann meðal annars haft það að markmiði að stuðla að aukinni bjór- og vínmenningu meðal þjóðarinnar með stofnun Borg Brugghúss, þar sem að almenningi hefur gefist kostur á að fá fræðslu um íslenskan bjór, þar sem að gæði eru tekin umfram magn. Í dómnefnd sátu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður dómnefndar, Einar Einarsson framkvæmdastjóri Gallup, Andrés Jónsson eigandi og stofnandi Góðra samskipta, Bjarni Ólafsson ritstjóri Viðskiptablaðisins, Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar. Auk þeirra sátu í dómnefnd Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipar/TBWA, Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Dr. Friðrik Larsen lektor í HÍ og formaður stjórnar ÍMARK og Ásta Pétursdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK. Í fyrra tók stjórn ÍMARK þá ákvörðun að breyta formi keppninnar. Í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins eins og hefur verið gert undanfarin ár, verða eingöngu veitt verðlaun fyrir Markaðsmann ársins 2015. Á næsta ári verður Markaðsfyrirtæki ársins valið og svo koll af kolli. Breyting þessi var gerð svo að fleiri fyrirtæki og einstaklingar geti komið til álita í hvert sinn sem verðlaunin eru veitt.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira