Dagur leiklistar Leiklistarkennarar skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Árlega er haldið upp á dag leiklistar um allan heim, þann 27. nóvember. FLISS, félag um leiklist í skólastarfi hefur haldið upp á þennan dag með margvíslegum hætti undanfarin ár. Félagið hefur boðið upp á ókeypis vinnusmiðjur fyrir kennara þennan dag, sent kennurum leikræn ferli til notkunar í skólastarfi og kynnt hafa verið fyrir þeim símenntunarnámskeið í tengslum við leiklist í skólum. Í ár er valin sú leið að kynna félagið í fjölmiðlum, segja frá starfsemi þess og hvetja um leið til notkunar leiklistar í skólastarfi. Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á sköpunargáfu, aðlögunarhæfni og betri samskiptahæfni einstaklingsins. Þessi áhersla byggir á hugmynd um víðtækari þjálfun ungs fólks til þess að auka sjálfstraust þeirra og gera þau hæfari í breyttum heimi. Börn eru þátttakendur í tæknivæddu neysluþjóðfélagi sem er að mörgu leyti ópersónulegt. Rannsóknir sýna að þeim börnum fjölgar sem hreyfa sig lítið og mörg börn meðtaka aðeins leik með því að horfa á sjónvarp eða leika sér í skipulögðum leikjum sem eru ímynd annarra (tölvuleikir). Sjálfsprottnir leikir eru á undanhaldi. Við teljum að aldrei hafi verið jafnmikil þörf fyrir leiklist, hvort heldur leiklist sem kennsluaðferð í ýmsum greinum eða leiklist sem listgrein þar sem leiklist hjálpar nemendum að skapa, nota ímyndunarafl sitt og taka sjálfstæðar ákvarðanir sem eru þeirra eigin.Í stöðugri samvinnu Krafa framtíðar er að fá út í samfélagið einstaklinga sem kunna að vinna saman. Að þeir geti beitt hugsun sinni af innsæi og sköpunarkrafti; kunni að afla sér upply´singa og vinna úr þeim á gagnry´ninn hátt. Leiklist er leið til að koma til móts við þessa kröfu, að hvetja börn til að takast á við óþekktar aðstæður með mismunandi fólki í öruggu umhverfi. Til að vera fær um að gera það með góðum árangi, verða þau að þekkja sjálf sig og geta eflt sköpunargáfu sína í samvinnu við aðra. Nemandi sem hefur þurft að setja sig í spor annarrar manneskju með því að leika ákveðið hlutverk verður væntanlega hæfari til að taka ákvarðanir og móta sér skoðanir sem byggjast á þekkingu á manneskjunni frekar en sá nemandi sem ekki hefur fengið slíkt tækifæri. Eftir atburði undanfarinna vikna einkennist tíðarandinn af aukinni tortryggni og vantrausti. Leiklist gæti stutt við að eyða þeirri tortryggni, en kennsluaðferðir leiklistar hvetja nemendur til að setja sig í spor annarra, nemendur eru í stöðugri samvinnu og víkka vonandi sjóndeildarhring sinn á umhverfi sitt og heiminn allan. FLISS, félag um leiklist í skólastarfi var stofnað af leiklistarkennurum árið 2005 í kjölfar aukinnar leiklistarkennslu í grunnskólum landsins. Í upphafi hafði félagið að leiðarljósi að stuðla að eflingu leiklistar í öllu skólastarfi og að leiklist yrði tekin upp sem ein af listgreinum grunnskólanna. Það markmið varð að veruleika með aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið 2013. Markmið félagsins í dag er m.a. að vinna að eflingu leiklistarkennslu og leiklistar á öllum skólastigum í íslensku skólakerfi, auk þess að efla og fylgja eftir kennslu leiklistar sem sjálfstæðrar listgreinar og gæta þess að samfella sé á milli skólastiga. Félagið heldur úti vinnusmiðjum fyrir félagsmenn og miðlar upplýsingum um ýmis mál er varða leiklistarkennslu. FLISS er aðili að heimssamtökunum IDEA, International Drama/Theater and Education Association þar sem grunnhugsunin er að öll börn eigi rétt á að læra leiklist annað hvort sem sjálfstætt fag, eða læra í gegnum leiklist. Um 90 lönd hvaðanæva úr heiminum eru aðilar að samtökunum. Jóna Guðrún Jónsdóttir Rannveig Björk Þorkelsdóttir Ólafur Guðmundsson Ása Helga Ragnarsdóttir leiklistarkennarar, fyrir hönd FLISS, félags um leiklist í skólastarfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árlega er haldið upp á dag leiklistar um allan heim, þann 27. nóvember. FLISS, félag um leiklist í skólastarfi hefur haldið upp á þennan dag með margvíslegum hætti undanfarin ár. Félagið hefur boðið upp á ókeypis vinnusmiðjur fyrir kennara þennan dag, sent kennurum leikræn ferli til notkunar í skólastarfi og kynnt hafa verið fyrir þeim símenntunarnámskeið í tengslum við leiklist í skólum. Í ár er valin sú leið að kynna félagið í fjölmiðlum, segja frá starfsemi þess og hvetja um leið til notkunar leiklistar í skólastarfi. Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á sköpunargáfu, aðlögunarhæfni og betri samskiptahæfni einstaklingsins. Þessi áhersla byggir á hugmynd um víðtækari þjálfun ungs fólks til þess að auka sjálfstraust þeirra og gera þau hæfari í breyttum heimi. Börn eru þátttakendur í tæknivæddu neysluþjóðfélagi sem er að mörgu leyti ópersónulegt. Rannsóknir sýna að þeim börnum fjölgar sem hreyfa sig lítið og mörg börn meðtaka aðeins leik með því að horfa á sjónvarp eða leika sér í skipulögðum leikjum sem eru ímynd annarra (tölvuleikir). Sjálfsprottnir leikir eru á undanhaldi. Við teljum að aldrei hafi verið jafnmikil þörf fyrir leiklist, hvort heldur leiklist sem kennsluaðferð í ýmsum greinum eða leiklist sem listgrein þar sem leiklist hjálpar nemendum að skapa, nota ímyndunarafl sitt og taka sjálfstæðar ákvarðanir sem eru þeirra eigin.Í stöðugri samvinnu Krafa framtíðar er að fá út í samfélagið einstaklinga sem kunna að vinna saman. Að þeir geti beitt hugsun sinni af innsæi og sköpunarkrafti; kunni að afla sér upply´singa og vinna úr þeim á gagnry´ninn hátt. Leiklist er leið til að koma til móts við þessa kröfu, að hvetja börn til að takast á við óþekktar aðstæður með mismunandi fólki í öruggu umhverfi. Til að vera fær um að gera það með góðum árangi, verða þau að þekkja sjálf sig og geta eflt sköpunargáfu sína í samvinnu við aðra. Nemandi sem hefur þurft að setja sig í spor annarrar manneskju með því að leika ákveðið hlutverk verður væntanlega hæfari til að taka ákvarðanir og móta sér skoðanir sem byggjast á þekkingu á manneskjunni frekar en sá nemandi sem ekki hefur fengið slíkt tækifæri. Eftir atburði undanfarinna vikna einkennist tíðarandinn af aukinni tortryggni og vantrausti. Leiklist gæti stutt við að eyða þeirri tortryggni, en kennsluaðferðir leiklistar hvetja nemendur til að setja sig í spor annarra, nemendur eru í stöðugri samvinnu og víkka vonandi sjóndeildarhring sinn á umhverfi sitt og heiminn allan. FLISS, félag um leiklist í skólastarfi var stofnað af leiklistarkennurum árið 2005 í kjölfar aukinnar leiklistarkennslu í grunnskólum landsins. Í upphafi hafði félagið að leiðarljósi að stuðla að eflingu leiklistar í öllu skólastarfi og að leiklist yrði tekin upp sem ein af listgreinum grunnskólanna. Það markmið varð að veruleika með aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið 2013. Markmið félagsins í dag er m.a. að vinna að eflingu leiklistarkennslu og leiklistar á öllum skólastigum í íslensku skólakerfi, auk þess að efla og fylgja eftir kennslu leiklistar sem sjálfstæðrar listgreinar og gæta þess að samfella sé á milli skólastiga. Félagið heldur úti vinnusmiðjum fyrir félagsmenn og miðlar upplýsingum um ýmis mál er varða leiklistarkennslu. FLISS er aðili að heimssamtökunum IDEA, International Drama/Theater and Education Association þar sem grunnhugsunin er að öll börn eigi rétt á að læra leiklist annað hvort sem sjálfstætt fag, eða læra í gegnum leiklist. Um 90 lönd hvaðanæva úr heiminum eru aðilar að samtökunum. Jóna Guðrún Jónsdóttir Rannveig Björk Þorkelsdóttir Ólafur Guðmundsson Ása Helga Ragnarsdóttir leiklistarkennarar, fyrir hönd FLISS, félags um leiklist í skólastarfi
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun