The Engine #Iceland og Fanbooster sameina krafta sína Sæunn Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2015 12:17 Haukur Jarl Kristjánsson segist hlakka til að sýna íslenskum fyrirtækjum hvernig þau geti fært notkun sína á samfélagsmiðlum upp á hærra plan. MYND/GETTY Internet markaðssetningar sérfræðingarnir hjá The Engine eru nú að efla starfsemi sína á sviði samfélagsmiðla og hafa bundist samstarfi við hið norska Fanbooster, til að kynna íslensk fyrirtæki fyrir hinu öfluga viðmóti. „Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Fanbooster, og hlökkum til að sýna íslenskum fyrirtækjum hvernig þau geta fært notkun sína á samfélagsmiðlum upp á hærra plan með því að nota þennan hugbúnað sem þjónustu,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson, deildarstjóri og meðeigandi The Engine. The Engine, sem áður var þekkt sem Nordic eMarketing, hefur um yfir 15 ára skeið starfað á sviði netmarkaðssetningar. „Við sinnum í rauninni flestum þáttum sem snúa að markaðssetningu á netinu, til að mynda auglýsingum á samfélagsmiðlum. Við sinnum viðskiptavinum innlendis og erlendis, allt frá litlum bílaleigum í Fortune 500 fyrirtæki,” segir Haukur Jarl. Haukur Jarl Kristjánsson er deildarstjóri og meðeigandi The Engine.Mynd/Haukur Jarl Fanbooster er viðmót sem er helgað markaðssetningu á samfélagsmiðlum og er fyrirtækið eitt af aðeins 130 aðilum um allan heim sem eru aðilar að Facebook Marketing Partners prógramminu. „Fanbooster hefur verið að sækja í sig veðrið á samfélagsmiðlamarkaðnum og eru að bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki lífið til að sinna sínum viðskiptavinum. Þau eru núna að stækka við sig og bæta við sig löndum og eru að opna á Ísland í enn meiri mæli en þeir hafa gert. Þeir eru að nýta okkur sem hálfgert útibú. Þetta þýðir fyrst og fremst aukin gæði í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir markaðinn,” segir Haukur Jarl. „Þetta er svolítið level up fyrir Ísland.” Á síðustu fimm árum hefur Fanbooster orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum Evrópu í markaðssetningu á félagsmiðlum. Á meðal viðskiptavina okkar má telja fyrirtæki eins og L‘Oréal, Canon, William Hill og Nordic Choice Hotels. Fanbooster hjálpar notendum að spara tíma og auka árangur við ýmis verk, til að mynda; auglýsingar, birtingar, lendingarsíður herferða, statistík, umtalshlerun (buzz monitoring) og almenna notkun á viðmóti Facebook. Þótt aðaláherslan sé á Facebook eru aðrir samfélagsmiðlar svo sem Instagram, Twitter, YouTube og fleiri miðlar einnig innifaldir. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Internet markaðssetningar sérfræðingarnir hjá The Engine eru nú að efla starfsemi sína á sviði samfélagsmiðla og hafa bundist samstarfi við hið norska Fanbooster, til að kynna íslensk fyrirtæki fyrir hinu öfluga viðmóti. „Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Fanbooster, og hlökkum til að sýna íslenskum fyrirtækjum hvernig þau geta fært notkun sína á samfélagsmiðlum upp á hærra plan með því að nota þennan hugbúnað sem þjónustu,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson, deildarstjóri og meðeigandi The Engine. The Engine, sem áður var þekkt sem Nordic eMarketing, hefur um yfir 15 ára skeið starfað á sviði netmarkaðssetningar. „Við sinnum í rauninni flestum þáttum sem snúa að markaðssetningu á netinu, til að mynda auglýsingum á samfélagsmiðlum. Við sinnum viðskiptavinum innlendis og erlendis, allt frá litlum bílaleigum í Fortune 500 fyrirtæki,” segir Haukur Jarl. Haukur Jarl Kristjánsson er deildarstjóri og meðeigandi The Engine.Mynd/Haukur Jarl Fanbooster er viðmót sem er helgað markaðssetningu á samfélagsmiðlum og er fyrirtækið eitt af aðeins 130 aðilum um allan heim sem eru aðilar að Facebook Marketing Partners prógramminu. „Fanbooster hefur verið að sækja í sig veðrið á samfélagsmiðlamarkaðnum og eru að bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki lífið til að sinna sínum viðskiptavinum. Þau eru núna að stækka við sig og bæta við sig löndum og eru að opna á Ísland í enn meiri mæli en þeir hafa gert. Þeir eru að nýta okkur sem hálfgert útibú. Þetta þýðir fyrst og fremst aukin gæði í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir markaðinn,” segir Haukur Jarl. „Þetta er svolítið level up fyrir Ísland.” Á síðustu fimm árum hefur Fanbooster orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum Evrópu í markaðssetningu á félagsmiðlum. Á meðal viðskiptavina okkar má telja fyrirtæki eins og L‘Oréal, Canon, William Hill og Nordic Choice Hotels. Fanbooster hjálpar notendum að spara tíma og auka árangur við ýmis verk, til að mynda; auglýsingar, birtingar, lendingarsíður herferða, statistík, umtalshlerun (buzz monitoring) og almenna notkun á viðmóti Facebook. Þótt aðaláherslan sé á Facebook eru aðrir samfélagsmiðlar svo sem Instagram, Twitter, YouTube og fleiri miðlar einnig innifaldir.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira