Umfjöllun og viðtöl: FSu - Snæfell 97-110 | Wright og Austin skutu FSu í kaf Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2015 13:13 Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli sóttu flottan sigur á Selfoss. vísir/stefán Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira