Umfjöllun og viðtöl: FSu - Snæfell 97-110 | Wright og Austin skutu FSu í kaf Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2015 13:13 Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli sóttu flottan sigur á Selfoss. vísir/stefán Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira