Drakk óvart malt frá síðustu öld: „Ég hélt ég væri bara svona léleg að blanda“ Jóhann Óli EIðsson skrifar 29. nóvember 2015 19:28 Eins og má sjá þá hefur útlit maltdósarinnar breyst talsvert frá árinu 1997. myndir/sara „Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira