Drakk óvart malt frá síðustu öld: „Ég hélt ég væri bara svona léleg að blanda“ Jóhann Óli EIðsson skrifar 29. nóvember 2015 19:28 Eins og má sjá þá hefur útlit maltdósarinnar breyst talsvert frá árinu 1997. myndir/sara „Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira