Fleiri verslanir afnema tolla strax Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:58 Húrra Reykjavík ætlar að lækka verðin af leðurskóm og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af tollalækkunum fyrir fram, segir Sindri Jensson annar eigandi verslunarinnar. Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri. Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri.
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira