Áform hluthafahópa um áhrif og sæti í stjórn gengu eftir ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Ljósmyndari Fréttablaðsins kom að lokuðum dyrum fyrir hluthafafund VÍS síðdegis í gær. Fulltrúar félagsins vildu ekki leyfa neinar myndatökur á fundinum. fréttablaðið/anton brink Áætlanir tveggja hópa um að kaupa upp hluti í VÍS með það að markmiði að ná inn manni í stjórn gengu eftir á hluthafafundi félagsins í gær. Annars vegar var um að ræða félagið Óskabein ehf. sem hefur keypt ríflega fimm prósenta hlut í VÍS síðastliðinn mánuð og hins vegar hjónin Guðmund Þórðarson og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrum eigendur Skeljungs. Guðmundur og Svanhildur boðuðu til hluthafafundarins þann 17. október eftir að hafa eignast 5,05 prósenta hlut í VÍS. Að lágmarki þarf fimm prósenta eignarhlut í VÍS til að boða til hluthafafundar. Hjónin voru bæði í framboði en Svanhildur dró framboð sitt óvænt til baka í gærmorgun þar sem hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á að ná stjórnarkjöri. Guðmundur og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll, fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri í stjórn. Sørvoll hefur áratuga reynslu af tryggingarekstri í heimalandinu og víðar en hann er stjórnarformaður norska tryggingarfélagsins Protector Forsikring. Með þeim í stjórninni verða Bjarni Brynjólfsson, Helga Jónsdóttir og Herdís Fjeldsted. Helga og Herdís voru sjálfkjörnar eftir að Svanhildur dró framboð sitt til baka. Afkoma VÍS hefur verið undir væntingum markaðsaðila. Hlutabréf í tryggingafyrirtækinu hafa fallið um 6,5 prósent frá því uppgjör félagsins á þriðja ársfjórðungi var kynnt þann 29. október. Hagnaður VÍS nam tveimur milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 900 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Framlegð af tryggingarekstri var hins vegar neikvæð um 468 milljónir samanborið við 20 milljóna króna jákvæða framlegð á síðasta ári. Andri Gunnarsson, lögmaður, og einn eigenda Óskabeins og nýkjörinn varamaður í stjórn VÍS, segir bæði vátryggingar- og fjárfestingarhluta VÍS hafa valdið vonbrigðum á síðasta ársfjórðungi. Hann segir aðra hluthafa hafa tekið jákvætt í hugmyndir sem Óskabein hafi kynnt um umbætur í rekstri félagsins. „Rekstrarkostnaður er eitthvað sem þarf að horfa til. Nú er VÍS að innleiða nýtt tölvukerfi sem gefur mikil tækifæri í skilvirkni og rekstrarhagræðingu,“ segir hann. Þá þurfi að keppa að því að hagnaður verði af vátryggingastarfsemi félagsins. Andri býst ekki við að stjórnarkjöri fylgi breytingar á æðstu stjórnendum VÍS. „Þetta endurspeglar sannarlega einhverjar áherslubreytingar en maður finnur það á hluthöfum að menn eru mjög spenntir að vinna með núverandi stjórnendum til þess að efla félagið enn frekar,“ segir Andri við Markaðinn. Meðal annarra hluthafa í Óskabeini eru Gestur B. Gestsson, eigandi Sparnaðar, Fannar Ólafsson, eigandi Íshesta og hluthafi KEA-hótela, Sigurður Gísli Björnsson, eigandi Sæmark sjávarafurða. Tengdar fréttir Guðmundur og Sørvoll náðu sæti í stjórn VÍS Ný stjórn VÍS var kosinn á hluthafafundi síðdegis í dag. 10. nóvember 2015 17:30 Hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á sæti í stjórn VÍS Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted eru sjálfkjörnar í stjórn VÍS eftir að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir dró framboð sitt til baka. 10. nóvember 2015 11:32 Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Áætlanir tveggja hópa um að kaupa upp hluti í VÍS með það að markmiði að ná inn manni í stjórn gengu eftir á hluthafafundi félagsins í gær. Annars vegar var um að ræða félagið Óskabein ehf. sem hefur keypt ríflega fimm prósenta hlut í VÍS síðastliðinn mánuð og hins vegar hjónin Guðmund Þórðarson og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrum eigendur Skeljungs. Guðmundur og Svanhildur boðuðu til hluthafafundarins þann 17. október eftir að hafa eignast 5,05 prósenta hlut í VÍS. Að lágmarki þarf fimm prósenta eignarhlut í VÍS til að boða til hluthafafundar. Hjónin voru bæði í framboði en Svanhildur dró framboð sitt óvænt til baka í gærmorgun þar sem hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á að ná stjórnarkjöri. Guðmundur og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll, fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri í stjórn. Sørvoll hefur áratuga reynslu af tryggingarekstri í heimalandinu og víðar en hann er stjórnarformaður norska tryggingarfélagsins Protector Forsikring. Með þeim í stjórninni verða Bjarni Brynjólfsson, Helga Jónsdóttir og Herdís Fjeldsted. Helga og Herdís voru sjálfkjörnar eftir að Svanhildur dró framboð sitt til baka. Afkoma VÍS hefur verið undir væntingum markaðsaðila. Hlutabréf í tryggingafyrirtækinu hafa fallið um 6,5 prósent frá því uppgjör félagsins á þriðja ársfjórðungi var kynnt þann 29. október. Hagnaður VÍS nam tveimur milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 900 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Framlegð af tryggingarekstri var hins vegar neikvæð um 468 milljónir samanborið við 20 milljóna króna jákvæða framlegð á síðasta ári. Andri Gunnarsson, lögmaður, og einn eigenda Óskabeins og nýkjörinn varamaður í stjórn VÍS, segir bæði vátryggingar- og fjárfestingarhluta VÍS hafa valdið vonbrigðum á síðasta ársfjórðungi. Hann segir aðra hluthafa hafa tekið jákvætt í hugmyndir sem Óskabein hafi kynnt um umbætur í rekstri félagsins. „Rekstrarkostnaður er eitthvað sem þarf að horfa til. Nú er VÍS að innleiða nýtt tölvukerfi sem gefur mikil tækifæri í skilvirkni og rekstrarhagræðingu,“ segir hann. Þá þurfi að keppa að því að hagnaður verði af vátryggingastarfsemi félagsins. Andri býst ekki við að stjórnarkjöri fylgi breytingar á æðstu stjórnendum VÍS. „Þetta endurspeglar sannarlega einhverjar áherslubreytingar en maður finnur það á hluthöfum að menn eru mjög spenntir að vinna með núverandi stjórnendum til þess að efla félagið enn frekar,“ segir Andri við Markaðinn. Meðal annarra hluthafa í Óskabeini eru Gestur B. Gestsson, eigandi Sparnaðar, Fannar Ólafsson, eigandi Íshesta og hluthafi KEA-hótela, Sigurður Gísli Björnsson, eigandi Sæmark sjávarafurða.
Tengdar fréttir Guðmundur og Sørvoll náðu sæti í stjórn VÍS Ný stjórn VÍS var kosinn á hluthafafundi síðdegis í dag. 10. nóvember 2015 17:30 Hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á sæti í stjórn VÍS Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted eru sjálfkjörnar í stjórn VÍS eftir að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir dró framboð sitt til baka. 10. nóvember 2015 11:32 Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Guðmundur og Sørvoll náðu sæti í stjórn VÍS Ný stjórn VÍS var kosinn á hluthafafundi síðdegis í dag. 10. nóvember 2015 17:30
Hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á sæti í stjórn VÍS Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted eru sjálfkjörnar í stjórn VÍS eftir að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir dró framboð sitt til baka. 10. nóvember 2015 11:32
Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. 17. október 2015 07:00