Erlent

Fundu ósprungna sprengju frá tímum seinna stríðs í London

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengjusérfræðingar lögreglu eru á vettvangi og hefur stórt svæði verið girt af.
Sprengjusérfræðingar lögreglu eru á vettvangi og hefur stórt svæði verið girt af. Vísir/Getty
Lögregla í London er búin að rýma svæði í kringum Spitalfields Market eftir að iðnaðarmenn fundu ósprungna sprengju frá tímum seinna stríðs í morgun.

Sprengjusérfræðingar lögreglu eru á vettvangi og hefur stórt svæði verið girt af, auk þess að nálægum verslunum hefur verið lokað.

Í frétt Independent kemur fram að talsmaður lögreglu hafi beint þeim orðum til almennings að forðast svæðið í kringum Spitalfields Market.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×