Skráningarnúmer JFK seldist á 13 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 15:53 Skráningarnúmerið dýra sem var á bíl JFK. Autoblog Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent
Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent