Aukin þekking á krabbameinum er forsenda betri meðferðarúrræða Erna Magnúsdóttir og Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Um miðja síðustu öld beitti Níels Dungal sér fyrir stofnun krabbameinsskrár á Íslandi og skrifaði: „Til að geta náð árangri í baráttunni við þennan skæða óvin er fyrsta skilyrðið að þekkja hann…“. Þessi orð eiga svo sannarlega enn við og hefur aukin þekking á krabbameinum leitt til mikilla framfara í meðferð sjúkdómsins á undanförnum áratugum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbamein er í raun samheiti ólíkra sjúkdóma, sem eiga það sameiginlegt að hópur fruma líkamans tekur að fjölga sér nær stjórnlaust og mynda æxli. Þessar frumur geta dreift sér og fjölgað sér á ólíkum stöðum líkamans og telst æxlið illkynja þegar það hefur innrás í aðra vefi. Meðal grundvallaratriða í bættri meðferð krabbameina er að skilja hvaða eiginleikar aðgreina krabbameinsfrumur frá eðlilegum frumum líkamans, hvað veldur því að ekki er hemill á vexti þeirra og hvers vegna þær geta ferðast til fjarlægra vefja. Vegna þess hve krabbamein eru flóknir sjúkdómar er mikilvægt að skoða rannsóknarspurningar sem þessar frá ólíkum hliðum. Þannig er nauðsynlegt að efla samstarf aðila sem beita mismunandi tækni eða hugmyndafræði í nálgun sinni til þess að finna nýja fleti. Vitneskja sem aflast á einu sviði er dýrmæt við hönnun rannsókna á öðru sviði. Þannig geta til dæmis faraldsfræðilegar upplýsingar haft áhrif á rannsóknir í frumulíffræði sem svo aftur geta leitt til nýrra meðferðarúrræða. Aukin þverfagleg samvinna á milli rannsóknasviða eykur skilvirkni rannsókna og hraðar á framförum á sviðinu.Þétt samstarf Árið 1971 skar Bandaríkjastjórn upp herör gegn krabbameini. Sú stríðsyfirlýsing markar tímamót í krabbameinsrannsóknum þar sem stuðningur við rannsóknir var efldur til muna í Bandaríkjunum og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. Síðan 1971 hefur skilningur okkar á eðli krabbameina stóraukist. Þessi ávinningur síðustu hálfrar aldar grundvallast á því að ráðist hefur verið að vandamálinu úr öllum áttum af hendi vísindamanna og grettistaki verið lyft. Því er ljóst að nálgast þarf rannsóknarefnið á heildstæðan og þverfaglegan hátt með þéttu samstarfi mismunandi faggreina líf- og heilbrigðisvísinda. Áhugi á slíku samstarfi leiddi til stofnunar Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi fyrir tuttugu árum. Í samtökunum eru nú um 200 vísindamenn, sem eiga það sameiginlegt að stunda krabbameinsrannsóknir. Þetta eru meðal annars faraldsfræðingar, frumulíffræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, lífeindafræðingar og meinafræðingar. Markmið samtakanna er að efla samvinnu þessara aðila og skapa vettvang fyrir umræðu um nýjustu rannsóknir og framþróun í krabbameinsfræðum um heim allan. Þannig hafa samtökin styrkt ungt vísindafólk til þess að kynna rannsóknir sínar erlendis og færa þekkingu heim. Við sem stundum krabbameinsrannsóknir finnum fyrir miklum stuðningi og áhuga almennings á störfum okkar. Við viljum kynna rannsóknir okkar fyrir öllum sem áhuga hafa, spjalla og svara spurningum. Þannig viljum við ekki eingöngu stuðla að samvinnu milli rannsóknaraðila, heldur einnig við almenning í landinu. Laugardaginn 14. nóvember verða Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi með opið hús í Iðnó klukkan 14-16. Við hvetjum alla til þess að koma og spjalla við vísindamenn, hlusta á örerindi um krabbameinsrannsóknir, skoða veggspjöld og gæða sér á kaffi og köku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um miðja síðustu öld beitti Níels Dungal sér fyrir stofnun krabbameinsskrár á Íslandi og skrifaði: „Til að geta náð árangri í baráttunni við þennan skæða óvin er fyrsta skilyrðið að þekkja hann…“. Þessi orð eiga svo sannarlega enn við og hefur aukin þekking á krabbameinum leitt til mikilla framfara í meðferð sjúkdómsins á undanförnum áratugum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbamein er í raun samheiti ólíkra sjúkdóma, sem eiga það sameiginlegt að hópur fruma líkamans tekur að fjölga sér nær stjórnlaust og mynda æxli. Þessar frumur geta dreift sér og fjölgað sér á ólíkum stöðum líkamans og telst æxlið illkynja þegar það hefur innrás í aðra vefi. Meðal grundvallaratriða í bættri meðferð krabbameina er að skilja hvaða eiginleikar aðgreina krabbameinsfrumur frá eðlilegum frumum líkamans, hvað veldur því að ekki er hemill á vexti þeirra og hvers vegna þær geta ferðast til fjarlægra vefja. Vegna þess hve krabbamein eru flóknir sjúkdómar er mikilvægt að skoða rannsóknarspurningar sem þessar frá ólíkum hliðum. Þannig er nauðsynlegt að efla samstarf aðila sem beita mismunandi tækni eða hugmyndafræði í nálgun sinni til þess að finna nýja fleti. Vitneskja sem aflast á einu sviði er dýrmæt við hönnun rannsókna á öðru sviði. Þannig geta til dæmis faraldsfræðilegar upplýsingar haft áhrif á rannsóknir í frumulíffræði sem svo aftur geta leitt til nýrra meðferðarúrræða. Aukin þverfagleg samvinna á milli rannsóknasviða eykur skilvirkni rannsókna og hraðar á framförum á sviðinu.Þétt samstarf Árið 1971 skar Bandaríkjastjórn upp herör gegn krabbameini. Sú stríðsyfirlýsing markar tímamót í krabbameinsrannsóknum þar sem stuðningur við rannsóknir var efldur til muna í Bandaríkjunum og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. Síðan 1971 hefur skilningur okkar á eðli krabbameina stóraukist. Þessi ávinningur síðustu hálfrar aldar grundvallast á því að ráðist hefur verið að vandamálinu úr öllum áttum af hendi vísindamanna og grettistaki verið lyft. Því er ljóst að nálgast þarf rannsóknarefnið á heildstæðan og þverfaglegan hátt með þéttu samstarfi mismunandi faggreina líf- og heilbrigðisvísinda. Áhugi á slíku samstarfi leiddi til stofnunar Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi fyrir tuttugu árum. Í samtökunum eru nú um 200 vísindamenn, sem eiga það sameiginlegt að stunda krabbameinsrannsóknir. Þetta eru meðal annars faraldsfræðingar, frumulíffræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, lífeindafræðingar og meinafræðingar. Markmið samtakanna er að efla samvinnu þessara aðila og skapa vettvang fyrir umræðu um nýjustu rannsóknir og framþróun í krabbameinsfræðum um heim allan. Þannig hafa samtökin styrkt ungt vísindafólk til þess að kynna rannsóknir sínar erlendis og færa þekkingu heim. Við sem stundum krabbameinsrannsóknir finnum fyrir miklum stuðningi og áhuga almennings á störfum okkar. Við viljum kynna rannsóknir okkar fyrir öllum sem áhuga hafa, spjalla og svara spurningum. Þannig viljum við ekki eingöngu stuðla að samvinnu milli rannsóknaraðila, heldur einnig við almenning í landinu. Laugardaginn 14. nóvember verða Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi með opið hús í Iðnó klukkan 14-16. Við hvetjum alla til þess að koma og spjalla við vísindamenn, hlusta á örerindi um krabbameinsrannsóknir, skoða veggspjöld og gæða sér á kaffi og köku.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun