Gott málefni en vondar tillögur Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:40 Á grundvelli samþykkrar þingsályktunartillögu fól innanríkisráðherra, í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kanna átti kosti og galla þess að heimila tvöfalda búsetu eða tvöfalt lögheimili skilnaðarbarna sem njóta sameiginlegrar forsjá foreldra sinna, í því skyni að jafna stöðu skilnaðarforeldra. Þegar ég fór á fund nefndarinnar fyrir hönd Samtaka meðlagsgreiðenda, gagnrýndi ég harðlega að nefndinni hafi ekki verið falið eða verið heimilt að kanna aðrar leiðir til að rétta af hag umgengnisforeldra, en með því að leggja til tvöfalda búsetu eða tvöfalt lögheimili. Frá upphafi hafa Samtök meðlagsgreiðenda lagt á það áherslu að leiðir til réttarbóta til handa umgengnisforeldrum skerði ekki hagsmuni skilnaðarbarna né lögheimilisforeldra. Höfum við lagt til að Íslandi feti í fótspor Dana og bjóði umgengnisforeldrum skattafslátt með hverju greiddu meðlagi. Í fyrsta lagi leggur nefndin til að barnalögum verði breytt þannig að þau heimili skipta búsetu barns á grundvelli saðfest samkomulags foreldra, sem hefur áhrif á ákvarðanatöku í málefnum barns og framfærslu þess. Í annan stað á slíkt samkomulag að umgengnisforeldri fái ýmsan stuðning frá velferðarkerfinu, sem nú er ætlaður einstæðum foreldrum og eftir atvikum, öðrum lögheimilisforeldrum. Þá er lagt til að sveitarfélög lagi þjónustu sína að breyttum þjóðfélagsháttum og jafnri ábyrgð og skyldna foreldra. Er lagt þá til að tölvukerfi Þjóðskrár Íslands færi til bókar upplýsingar um barn í skiptri búsetu. Þannig myndu meðlög falla sjálfkrafa niður, en skipt búseta verður samkvæmt tillögunum háð samkomulagi foreldra og verður ekki hægt að fá úrskurð stjórnvalds eða dómstóla um þá tilhögun. Leiðir af framansögðu að ákvörðun um skipta búsetu er háð samþykki hins einstæða foreldris, og má ætla að hið einstæða foreldri muni hvenær sem er geta rift þeim samningi þar sem meðlög og bætur tilheyra barni en ekki foreldri. Ljóst má vera að um miklar fjárhæðir eru um að ræða, þar sem fjárhæð meðlaga er um 27 þúsund krónur og velferðarbætur með hverju skilnaðarbarni einstæðs foreldris 40-60 þúsund krónur á mánuði. Þeir fjármunir sem hið einstæða foreldri fórnar með samkomulaginu er allt að 60 þúsund krónur í skattfrjálsar ráðstöfunartekjur á mánuði, sem gæti þess vegna verið afborgun upp í nýjan Toyota Avensis. Sú upphæð gæti verið hærri, ef meðlögin eru aukin. Alla jafna hafa einstæðir foreldrar ekki efni á að fórna slíkum réttindum, -jafnvel þótt málstaðurinn sé góður. Ljóst má vera að tillögur hópsins henta ekki nema þeim einstæðu foreldrum sem eru mjög vel stæð, á góðum launum, skuldlausu húsnæði og eru tilbúin að fórna miklum fjárhæðum til að taka þátt í kynjabaráttunni. Tillögurnar eru með öllu óraunhæfar, og til þess fallnar að skerða hagsmuni skilnaðarbarna og auka á þrætur skilnaðarforeldra. Eftir sem áður leggja Samtök meðlagsgreiðenda til að Alþingi samþykki að greiða skattafslátt með hverju greiddu meðlagi, líkt og gert er í Danmörku. Kostir slíks fyrirkomulags eru þeir að stjórnsýslukostnaður verður minni, hvati myndast til að greiða meðlög og stuðlar jafnframt að aukinni umgengni og auknum lífsgæðum og lífsskilyrðum skilnaðarbarna. Mikilvægt er einnig að slíkt fyrirkomulag skerði ekki lífskjör lögheimilisforeldra og sé til þess fallið að draga úr deilum skilnaðarforeldra. Ber þó að taka fram að margt gott er í skýrslu innanríkisráðherra og er tekið undir mikilvægi þess að Þjóðskrá Íslands skrái kyn- og fjölskyldutengsl í bækur sínar auk upplýsinga um forsjá. Einnig að þjónusta sveitarfélaga, Lánasjóðsins og annarra stjórnvalda, taki tillit til þátttöku feðra í uppeldi barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á grundvelli samþykkrar þingsályktunartillögu fól innanríkisráðherra, í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kanna átti kosti og galla þess að heimila tvöfalda búsetu eða tvöfalt lögheimili skilnaðarbarna sem njóta sameiginlegrar forsjá foreldra sinna, í því skyni að jafna stöðu skilnaðarforeldra. Þegar ég fór á fund nefndarinnar fyrir hönd Samtaka meðlagsgreiðenda, gagnrýndi ég harðlega að nefndinni hafi ekki verið falið eða verið heimilt að kanna aðrar leiðir til að rétta af hag umgengnisforeldra, en með því að leggja til tvöfalda búsetu eða tvöfalt lögheimili. Frá upphafi hafa Samtök meðlagsgreiðenda lagt á það áherslu að leiðir til réttarbóta til handa umgengnisforeldrum skerði ekki hagsmuni skilnaðarbarna né lögheimilisforeldra. Höfum við lagt til að Íslandi feti í fótspor Dana og bjóði umgengnisforeldrum skattafslátt með hverju greiddu meðlagi. Í fyrsta lagi leggur nefndin til að barnalögum verði breytt þannig að þau heimili skipta búsetu barns á grundvelli saðfest samkomulags foreldra, sem hefur áhrif á ákvarðanatöku í málefnum barns og framfærslu þess. Í annan stað á slíkt samkomulag að umgengnisforeldri fái ýmsan stuðning frá velferðarkerfinu, sem nú er ætlaður einstæðum foreldrum og eftir atvikum, öðrum lögheimilisforeldrum. Þá er lagt til að sveitarfélög lagi þjónustu sína að breyttum þjóðfélagsháttum og jafnri ábyrgð og skyldna foreldra. Er lagt þá til að tölvukerfi Þjóðskrár Íslands færi til bókar upplýsingar um barn í skiptri búsetu. Þannig myndu meðlög falla sjálfkrafa niður, en skipt búseta verður samkvæmt tillögunum háð samkomulagi foreldra og verður ekki hægt að fá úrskurð stjórnvalds eða dómstóla um þá tilhögun. Leiðir af framansögðu að ákvörðun um skipta búsetu er háð samþykki hins einstæða foreldris, og má ætla að hið einstæða foreldri muni hvenær sem er geta rift þeim samningi þar sem meðlög og bætur tilheyra barni en ekki foreldri. Ljóst má vera að um miklar fjárhæðir eru um að ræða, þar sem fjárhæð meðlaga er um 27 þúsund krónur og velferðarbætur með hverju skilnaðarbarni einstæðs foreldris 40-60 þúsund krónur á mánuði. Þeir fjármunir sem hið einstæða foreldri fórnar með samkomulaginu er allt að 60 þúsund krónur í skattfrjálsar ráðstöfunartekjur á mánuði, sem gæti þess vegna verið afborgun upp í nýjan Toyota Avensis. Sú upphæð gæti verið hærri, ef meðlögin eru aukin. Alla jafna hafa einstæðir foreldrar ekki efni á að fórna slíkum réttindum, -jafnvel þótt málstaðurinn sé góður. Ljóst má vera að tillögur hópsins henta ekki nema þeim einstæðu foreldrum sem eru mjög vel stæð, á góðum launum, skuldlausu húsnæði og eru tilbúin að fórna miklum fjárhæðum til að taka þátt í kynjabaráttunni. Tillögurnar eru með öllu óraunhæfar, og til þess fallnar að skerða hagsmuni skilnaðarbarna og auka á þrætur skilnaðarforeldra. Eftir sem áður leggja Samtök meðlagsgreiðenda til að Alþingi samþykki að greiða skattafslátt með hverju greiddu meðlagi, líkt og gert er í Danmörku. Kostir slíks fyrirkomulags eru þeir að stjórnsýslukostnaður verður minni, hvati myndast til að greiða meðlög og stuðlar jafnframt að aukinni umgengni og auknum lífsgæðum og lífsskilyrðum skilnaðarbarna. Mikilvægt er einnig að slíkt fyrirkomulag skerði ekki lífskjör lögheimilisforeldra og sé til þess fallið að draga úr deilum skilnaðarforeldra. Ber þó að taka fram að margt gott er í skýrslu innanríkisráðherra og er tekið undir mikilvægi þess að Þjóðskrá Íslands skrái kyn- og fjölskyldutengsl í bækur sínar auk upplýsinga um forsjá. Einnig að þjónusta sveitarfélaga, Lánasjóðsins og annarra stjórnvalda, taki tillit til þátttöku feðra í uppeldi barna sinna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun