Hatrið má ekki sigra Þórunn Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 12:03 Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hryðjuverk í París Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun