„Fermingarbróðir“ ballettdansarans svo gott sem blasti við gestum Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 17:21 Leifur telur sig hafa heyrt eina ungballerínuna segja í hléi: Það sást í typpið á honum. Einn helsti dansari rússnesks ballettdanshóps gaf sig allan í dansinn um helgina, á fjölum Hörpu, en mörgum áhorfendanum var hreinlega brugðið því fátt var til að hylja hvernig maðurinn er vaxinn niður. „Ég sat ansi framarlega, en er ekki nú á tímum alls þess sem er bannað er þá ekki möguleiki að gera einhverjar siðferðiskröfur til dansaranna? Ég meina, hvar eru allar þessar séríslensku öfgar þegar maður þarf loksins á þeim að halda?“ spyr Leifur Magnússon sviðsstjóri hjá Fiskistofu.Forstjóri Hörpu kannast ekki við neina ósiðsemiLeifur vildi vera menningarlegur og skellti sér á ballettsýningu um helgina. Um er að ræða sérstakan Hátíðarballett frá Pétursborg; rússneskir dansarar fluttu Svanavatnið við tónlist Piotr Tchaikovskys ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sérstökum viðhafnarbúningi í Eldborg. En, að mati Leifs fór lítið fyrir búningnum. „Já, manni verður hreinlega brugðið þegar miðaldra rússneskur karldansari á síðustu metrunum nánast berar fermingarbróðurinn íklæddur næfurþunnum hvítum sokkabuxum? Svo var í ofanálag 25 prósent áhorfenda bráðungar tilvonandi ballerínur,“ segir Leifur og veltir því fyrir sér hvort svo frjálsleg framganga sé hreinlega við hæfi þegar þessi er vettvangurinn?Halldór forstjóri veit ekkert hvað Leifur er að tala um.„Ég kannast ekkert við þetta. Ég var þarna og veit ekkert hvað hann er að tala um,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu í örstuttu samtali við Vísi, en hann var á fundi þegar fréttamiðillinn náði af honum tali.„Það sást í typpið á honum“ En, má hugsanlega rekja þessa sýn Leifs til skorts á menningarlegu uppeldi? Að hann skilji ekki hið listræna og það að karldansarar í ballett vilja helst í engu öðru vera nema þröngum hvítum sokkabuxum? Leifur segir það trauðla standast.„Ég er alinn upp á miklu menningarheimili við klassíska tónlist og óperur. Þótt ég sé kannski enginn sérstakur áhugamaður um ballett en hef þó alveg gaman af því að sjá dansara í heimsklassa eins og þá í St. Petersburg Festival Ballet. Fór á Hnotubrjótinn sem sami flokkur sýndi hér um árið og var mikið sjónarspil. Tónlistin í báðum þessum verkum er líka frábær og ekki ónýtt að hafa Sinfó í gryfjunni. Þar sem ég sat þarna á sjötta bekk fór ég að velta fyrir mér hvort þetta listform, klassíski ballettinn, ætti sér viðreisnar von í dauðhreinsuðu andrúmslofti rétttrúnaðar og hysteríu sem er ríkjandi í dag. Kannski yrði þess krafist að Svanurinn væri karldansari og að það yrðu jöfn kynjahlutföll á sviðinu,“ spyr Leifur. Leifur telur víst að ballettheimurinn sé ekki í uppnámi vegna þessa. „En, ég get svoleiðis svarið að mér heyrðist ein ungballerína segja við mömmu sína í hléinu: „Það sást í typpið á honum.““ Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Einn helsti dansari rússnesks ballettdanshóps gaf sig allan í dansinn um helgina, á fjölum Hörpu, en mörgum áhorfendanum var hreinlega brugðið því fátt var til að hylja hvernig maðurinn er vaxinn niður. „Ég sat ansi framarlega, en er ekki nú á tímum alls þess sem er bannað er þá ekki möguleiki að gera einhverjar siðferðiskröfur til dansaranna? Ég meina, hvar eru allar þessar séríslensku öfgar þegar maður þarf loksins á þeim að halda?“ spyr Leifur Magnússon sviðsstjóri hjá Fiskistofu.Forstjóri Hörpu kannast ekki við neina ósiðsemiLeifur vildi vera menningarlegur og skellti sér á ballettsýningu um helgina. Um er að ræða sérstakan Hátíðarballett frá Pétursborg; rússneskir dansarar fluttu Svanavatnið við tónlist Piotr Tchaikovskys ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sérstökum viðhafnarbúningi í Eldborg. En, að mati Leifs fór lítið fyrir búningnum. „Já, manni verður hreinlega brugðið þegar miðaldra rússneskur karldansari á síðustu metrunum nánast berar fermingarbróðurinn íklæddur næfurþunnum hvítum sokkabuxum? Svo var í ofanálag 25 prósent áhorfenda bráðungar tilvonandi ballerínur,“ segir Leifur og veltir því fyrir sér hvort svo frjálsleg framganga sé hreinlega við hæfi þegar þessi er vettvangurinn?Halldór forstjóri veit ekkert hvað Leifur er að tala um.„Ég kannast ekkert við þetta. Ég var þarna og veit ekkert hvað hann er að tala um,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu í örstuttu samtali við Vísi, en hann var á fundi þegar fréttamiðillinn náði af honum tali.„Það sást í typpið á honum“ En, má hugsanlega rekja þessa sýn Leifs til skorts á menningarlegu uppeldi? Að hann skilji ekki hið listræna og það að karldansarar í ballett vilja helst í engu öðru vera nema þröngum hvítum sokkabuxum? Leifur segir það trauðla standast.„Ég er alinn upp á miklu menningarheimili við klassíska tónlist og óperur. Þótt ég sé kannski enginn sérstakur áhugamaður um ballett en hef þó alveg gaman af því að sjá dansara í heimsklassa eins og þá í St. Petersburg Festival Ballet. Fór á Hnotubrjótinn sem sami flokkur sýndi hér um árið og var mikið sjónarspil. Tónlistin í báðum þessum verkum er líka frábær og ekki ónýtt að hafa Sinfó í gryfjunni. Þar sem ég sat þarna á sjötta bekk fór ég að velta fyrir mér hvort þetta listform, klassíski ballettinn, ætti sér viðreisnar von í dauðhreinsuðu andrúmslofti rétttrúnaðar og hysteríu sem er ríkjandi í dag. Kannski yrði þess krafist að Svanurinn væri karldansari og að það yrðu jöfn kynjahlutföll á sviðinu,“ spyr Leifur. Leifur telur víst að ballettheimurinn sé ekki í uppnámi vegna þessa. „En, ég get svoleiðis svarið að mér heyrðist ein ungballerína segja við mömmu sína í hléinu: „Það sást í typpið á honum.““
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“