Viðskipti innlent

Bein útsending: Í hvað fara skattpeningarnir?

ingvar haraldsson skrifar
Fundurinn stendur á milli þrjú og hálf fimm.
Fundurinn stendur á milli þrjú og hálf fimm. sa
Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ákveðið að efna til fundar um fjármál ríkisins í kjölfar þess að það stefni í að ríkinu falli til hundruð milljarða í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi verða á fundinum sem hófst klukkan þrjú en er nú lokið. Fundurinn verður í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.



Meðal umræðuefna verða:



  • Hvað færðu fyrir skattana þína og hver er forgangsröð stjórnmálamanna?
  • Hvernig er hægt að byggja upp innviði samfélagsins?
  • Hvað greiða fyrirtækin í ríkiskassann og hversu mikið ættu þau að greiða?
  • Hvað bíður okkar í framtíðinni?


Fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða: Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins og Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri-Grænna.

Björgólfur Jóhansson, formaður SA, setur fundinn og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir umræðunum.



Fundinum er nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×