Viðskipti innlent

Hagnaður Eimskipa jókst um 37,1 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gámasvæði Eimskips í Reykjavík.
Gámasvæði Eimskips í Reykjavík. Vísir/GVA
Eimskip hagnaðist um 15,5 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður eftir skatta jókst um 37,1 prósent.

Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins jukust um 10,9 prósent milli ára og námu 369 milljónum evra, 52 milljörðum íslenskra króna. EBITDA fyrir tímabilið nam 35,5 milljónum evra, fimm milljörðum króna, og jókst um 19,4 prósent milli ára. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 2,2 prósent milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×