Aukning í sölu nýrra bíla 46,6% í október Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 09:33 Það stefnir í ágætt bílasöluár. Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–31. október síðastliðnum jókst um 46,6% frá fyrra ári en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 808 stk. á móti 551 í sama mánuði 2014, eða aukning um 257 bíla. 42,2% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. október miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 12.399 fólksbílar það sem af er ári. Líðandi ár stefnir í að vera gott meðalár hvað varðar nýskráningar fólksbíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð enda þörf á endurnýjun bílaflotans orðin aðkallandi. Það ber þó að hafa í huga að endurnýjun á bílaflotanum fer að stórum hluta í gegnum bílaleigur en reikna má með að þegar árið verður gert upp, verði allt að helmingur nýskráninga fólksbíla bílaleigubílar. Þeir skila sér svo að stórum hluta útá almennan markað eftir um það bil 15 mánuði segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–31. október síðastliðnum jókst um 46,6% frá fyrra ári en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 808 stk. á móti 551 í sama mánuði 2014, eða aukning um 257 bíla. 42,2% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. október miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 12.399 fólksbílar það sem af er ári. Líðandi ár stefnir í að vera gott meðalár hvað varðar nýskráningar fólksbíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð enda þörf á endurnýjun bílaflotans orðin aðkallandi. Það ber þó að hafa í huga að endurnýjun á bílaflotanum fer að stórum hluta í gegnum bílaleigur en reikna má með að þegar árið verður gert upp, verði allt að helmingur nýskráninga fólksbíla bílaleigubílar. Þeir skila sér svo að stórum hluta útá almennan markað eftir um það bil 15 mánuði segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent