Innlent

Gönguhópur rataði ekki niður af Sólheimajökli

Bjarki Ármannsson skrifar
Sólheimajökull.
Sólheimajökull. Vísir/HAG
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar átta manna gönguhópi á Sólheimajökli. Fólkið dvaldi of lengi á jöklinum og ratar ekki aftur niður.

Að því er segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, aka nú björgunarmenn frá Vík, Hvolsvelli og Heimalandi í Landsveit að sporði jökulsins. Þaðan hyggjast þeir ganga að hópnum sem er ekki staddur langt frá sporðinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.