Innlent

Gönguhópur rataði ekki niður af Sólheimajökli

Bjarki Ármannsson skrifar
Sólheimajökull.
Sólheimajökull. Vísir/HAG

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar átta manna gönguhópi á Sólheimajökli. Fólkið dvaldi of lengi á jöklinum og ratar ekki aftur niður.

Að því er segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, aka nú björgunarmenn frá Vík, Hvolsvelli og Heimalandi í Landsveit að sporði jökulsins. Þaðan hyggjast þeir ganga að hópnum sem er ekki staddur langt frá sporðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.