Viðskipti innlent

Ríkustu Íslendingarnir eiga 549 milljarða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hlutdeild þeirra í heildareignum hefur minnkað frá því þegar mest var.
Hlutdeild þeirra í heildareignum hefur minnkað frá því þegar mest var. Vísir/Vilhelm
Ríkustu Íslendingarnir eiga 13 prósent af heildareignum landsmanna. Samtals eiga þessir Íslendingar, sem eru eitt prósent þjóðarinnar, 549 milljarða eignir. Þetta kemur fram í tölum í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Í gögnunum eru hlutabréf talin á nafnvirði í þessum gögnum og fasteignir eru taldar á fasteignamatsverði. Líklegt verður því að teljast að hin raunverulega eignastaða ríkustu einstaklinganna sé enn betri en í tölum frá Hagstofunni kemur fram að ríkasta tíund þjóðarinnar á yfirhelming allra verbréfa.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þróun mismunandi eignahópa hefur verið síðustu ár. Smelltu á nafn þess hóps sem þú vilt skoða.

Í gögnunum kemur einnig fram að þau fimm prósent Íslendinga sem áttu mest eigið fé á síðasta ári áttu samtals um 1.128 milljarða íslenskra króna. Það samsvarar 46,1 prósenti af eigin fé allra landsmanna. Eignamesta 0,1 prósentið á samtals 168 milljarða króna, eða 6,9 prósent af heildareiginfé Íslendinga.

Svar fjármálaráðherra má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×