Viðskipti innlent

Ríkustu Íslendingarnir eiga 549 milljarða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hlutdeild þeirra í heildareignum hefur minnkað frá því þegar mest var.
Hlutdeild þeirra í heildareignum hefur minnkað frá því þegar mest var. Vísir/Vilhelm

Ríkustu Íslendingarnir eiga 13 prósent af heildareignum landsmanna. Samtals eiga þessir Íslendingar, sem eru eitt prósent þjóðarinnar, 549 milljarða eignir. Þetta kemur fram í tölum í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Í gögnunum eru hlutabréf talin á nafnvirði í þessum gögnum og fasteignir eru taldar á fasteignamatsverði. Líklegt verður því að teljast að hin raunverulega eignastaða ríkustu einstaklinganna sé enn betri en í tölum frá Hagstofunni kemur fram að ríkasta tíund þjóðarinnar á yfirhelming allra verbréfa.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þróun mismunandi eignahópa hefur verið síðustu ár. Smelltu á nafn þess hóps sem þú vilt skoða.

Í gögnunum kemur einnig fram að þau fimm prósent Íslendinga sem áttu mest eigið fé á síðasta ári áttu samtals um 1.128 milljarða íslenskra króna. Það samsvarar 46,1 prósenti af eigin fé allra landsmanna. Eignamesta 0,1 prósentið á samtals 168 milljarða króna, eða 6,9 prósent af heildareiginfé Íslendinga.

Svar fjármálaráðherra má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,69
65
199.816
SIMINN
-4,23
20
454.624
VIS
-4,09
22
264.507
SJOVA
-3,82
18
122.962
SKEL
-3,41
9
101.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.