ÞÚ ferð í taugarnar á mér! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun