Bílar

Tveir þriðju Þjóðverja telja VW smíða framúrskarandi bíla

Finnur Thorlacius skrifar
Þjóðverjar telja að fljótt snjói yfir dísilvélasvindl Volkswagen.
Þjóðverjar telja að fljótt snjói yfir dísilvélasvindl Volkswagen. Autoblog

Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla.

Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen.

Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.